Vill hafa nærbuxurnar sínar víðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 15:44 Fannar viðurkennir að það hafi verið erfitt að taka saman lista yfir þá hluti sem honum þyki ómissandi. Víðar nærbuxur, íslenskur snúður með karamelluglassúr og minningarkassi eru meðal hluta sem tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, forsprakki Hipsumhaps gæti vart lifað án. Hann segist eiga erfitt með að henda ólíklegasta dóti, jafnvel skrám í tölvum. Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám. Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám.
Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira