RÚV greinir frá því að fimm hafi verið handteknir vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki fengið þá tölu staðfesta, en skilst að hún sé nær lagi.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn getur ekki staðfest hversu margir hafi verið handteknir. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem aðgerðir lögreglu standi enn yfir.
Aðgerðirnar, sem eru ansi umfangsmiklar, teygja anga sína víða um land. Þær voru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir.
Þá eru samstarfsaðilar lögreglu margir. Þær eru unnar í samvinnu við lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð.