Hún tekur fram að málið tengist Krónunni ekki. Wok On sé sjálfstæður rekstraraðili sem leigir rými hjá Krónunni. Krónan hefur þó slitið leigusamningi sínum við Wok On og hengdi upp miða þess efnis í verslunum sínum í dag.
„Það er alveg fyrirséð að við munum loka þessum stöðum innan verslana Krónunnar,“ segir Guðrún.

„Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um ástæður eða aðdraganda þessara aðgerða nema það sem hefur birst opinberlega. Lögreglan kom í dag og lokaði þessum einingum,“ segir hún.
Guðrún segir að fyrstu fréttir um slíkt hafi borist um þrjúleytið í dag. „Við fengum bara upplýsingar frá okkar starfsfólki að það væri komin lögregla að loka.“
„Við erum að vinna úr þessu okkar megin,“ segir Guðrún, sem tekur fram að erfitt að tjá sig um málið að svo stöddu, það sé nýkomið upp.
Wok On er með átta útibú víða um land, þar á meðal þrjú í verslunum Krónunnar, í Mosfellsbæ, Granda, og Akureyri.
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í dag beinast að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, sem á meðal annars Wok On, Vy-þrif og Pho Víetnam.