Ryðja allan Landsrétt í máli fyrrverandi dómsmálaráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2024 22:28 Sólveig Pétursdóttir var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007. Vísir/Vilhelm Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna. Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna.
Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira