Haley hættir við Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 11:42 Nikkie Haley, hefur ekki vegnað vel í forvali Repúblikanaflokksins. AP/Tony Gutierrez Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51