Segir meðaltalsútreikning Hafró ekki málið Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 14:26 Jón gerði grein fyrir helstu niðurstöðum Arev varðandi áhættumat Hafró á fundi sem haldinn var í morgun. vísir/vilhelm Jón Scheving Thorsteinsson hjá Arev fór yfir álitsgerð sem hann vann að undirlagi Landsambands veiðifélaga vegna áhættumats Hafró vegna sjókvíaeldis á fundi í morgun. „Þegar leiðrétt hefur verið fyrir mistökum við meðferð tölfræðigagna í áhættumati erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna, sem Hafrannsóknastofnun gefur út, kemur í ljós að forsendur matsins um hversu mikið af eldislaxi er talið óhætt að gangi að meðaltali í ár á Íslandi eru fallnar.“ Slysasleppingar eins og gikkhlaup í gosum Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Húsi Sjárvarklasans í dag þar sem kynntar voru niðurstöður úr greiningar- og rýnivinnu tölfræði- og greiningarfyrirtækisins Arev á áhættumati erfðablöndunar. Á fundinum kynnti Jón Scheving Thorsteinsson stærðfræðingur frá Arev tölfræði niðurstöður vinnunnar og setti fram gagnrýni á fjölmarga þætti í núverandi áhættumati. Fundinn sátu fulltrúar Matvælaráðuneytis, Hafrannsóknastofnunar, Landssambands veiðifélaga, veiðirétthafa og náttúruverndarsamtaka. Áhættumatið stýrir því hversu mikið magn af eldislaxi er Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hafa í sjókvíum við ísland, án þess að það skaði villta laxastofna. Lögum samkvæmt ber sjókvíaeldisfyrirtækjum að taka mið af hættumati erfðablöndunar.vísir/vilhelm Jón segir, í samtali við Vísi, að meðaltalsútreikningur eins og sá sem Hafrannsóknarstofnun hefur stuðst við sé ekki heppilegur. Þegar slysasleppingar á borð við þá sem áttu sér stað í Kvígindisdal í fyrra eiga sér stað sé þetta í líkingu við gikkhlaup í gosum, allt fer af stað og það sem áður var viðtekið er farið fyrir bý. Jón segist vonast til að Hafró taki mið af vinnu Arev þegar þeir leggja nýtt áhættumat fram sem vonandi verður sem fyrst. En Hafró dró áhættumatið til baka, en það ber að endurskoða á þriggja ára fresti. Ná ekki að fanga stóra strokaatburði Í tilkynningu frá Landsambandi veiðifélaga, sem pöntuðu athugunina frá Arev, segir að athugasemdirnar Arev beinast meðal annars að rangri notkun Hafrannsóknastofnunar á norskum rannsóknum sem meta endurkomuhlutfall eldislaxa, það er það hlutfall af strokulöxum sem gengur upp í ár. „Telja sérfræðingar Arev að túlkun áhættumatsins á niðurstöðum þessara rannsókna sé röng og gangi of skammt. Þá er sett fram gagnrýni á að í áhættumati sé notað tíu ára meðaltal til að meta stofnstærð villtra íslenskra laxastofna, að líkan til að áætla dreifingu stroklaxa sé notað með röngum hætti og að matið nái ekki að fanga áhættu við stóra strokatburði sem verða á tveggja til þriggja ára fresti.“ Jón Scheving sagði á fundinum að ef tekið væri tekið tillit til allra þessa þátta muni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um áhættumat lækka umtalsvert. Eins sagði hann að atburður sem átti sér stað hjá Arctic Fish árið 2023 gerði það að verkum að núverandi áhættumat næði á engan hátt utan um slíka atburði. Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. 30. janúar 2024 10:46 Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
„Þegar leiðrétt hefur verið fyrir mistökum við meðferð tölfræðigagna í áhættumati erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna, sem Hafrannsóknastofnun gefur út, kemur í ljós að forsendur matsins um hversu mikið af eldislaxi er talið óhætt að gangi að meðaltali í ár á Íslandi eru fallnar.“ Slysasleppingar eins og gikkhlaup í gosum Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Húsi Sjárvarklasans í dag þar sem kynntar voru niðurstöður úr greiningar- og rýnivinnu tölfræði- og greiningarfyrirtækisins Arev á áhættumati erfðablöndunar. Á fundinum kynnti Jón Scheving Thorsteinsson stærðfræðingur frá Arev tölfræði niðurstöður vinnunnar og setti fram gagnrýni á fjölmarga þætti í núverandi áhættumati. Fundinn sátu fulltrúar Matvælaráðuneytis, Hafrannsóknastofnunar, Landssambands veiðifélaga, veiðirétthafa og náttúruverndarsamtaka. Áhættumatið stýrir því hversu mikið magn af eldislaxi er Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hafa í sjókvíum við ísland, án þess að það skaði villta laxastofna. Lögum samkvæmt ber sjókvíaeldisfyrirtækjum að taka mið af hættumati erfðablöndunar.vísir/vilhelm Jón segir, í samtali við Vísi, að meðaltalsútreikningur eins og sá sem Hafrannsóknarstofnun hefur stuðst við sé ekki heppilegur. Þegar slysasleppingar á borð við þá sem áttu sér stað í Kvígindisdal í fyrra eiga sér stað sé þetta í líkingu við gikkhlaup í gosum, allt fer af stað og það sem áður var viðtekið er farið fyrir bý. Jón segist vonast til að Hafró taki mið af vinnu Arev þegar þeir leggja nýtt áhættumat fram sem vonandi verður sem fyrst. En Hafró dró áhættumatið til baka, en það ber að endurskoða á þriggja ára fresti. Ná ekki að fanga stóra strokaatburði Í tilkynningu frá Landsambandi veiðifélaga, sem pöntuðu athugunina frá Arev, segir að athugasemdirnar Arev beinast meðal annars að rangri notkun Hafrannsóknastofnunar á norskum rannsóknum sem meta endurkomuhlutfall eldislaxa, það er það hlutfall af strokulöxum sem gengur upp í ár. „Telja sérfræðingar Arev að túlkun áhættumatsins á niðurstöðum þessara rannsókna sé röng og gangi of skammt. Þá er sett fram gagnrýni á að í áhættumati sé notað tíu ára meðaltal til að meta stofnstærð villtra íslenskra laxastofna, að líkan til að áætla dreifingu stroklaxa sé notað með röngum hætti og að matið nái ekki að fanga áhættu við stóra strokatburði sem verða á tveggja til þriggja ára fresti.“ Jón Scheving sagði á fundinum að ef tekið væri tekið tillit til allra þessa þátta muni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um áhættumat lækka umtalsvert. Eins sagði hann að atburður sem átti sér stað hjá Arctic Fish árið 2023 gerði það að verkum að núverandi áhættumat næði á engan hátt utan um slíka atburði.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. 30. janúar 2024 10:46 Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00
Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. 30. janúar 2024 10:46
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51