Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 19:41 Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá með sýnishorn af gamla nafnskírteininu og tveimur útgáfum að nýja nafnskírteininu. Stöð 2/Sigurjón Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl. Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl.
Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18