Farþegum fjölgaði um 66 prósent Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2024 11:06 Birgir Jónsson forstjóri Play segir félagið nú sjá eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar „ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu“ um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11