Hróp og köll gerð að Bjarna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 15:46 Vitni að atvikinu segir það ekki hafa haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Vísir/Vilhelm Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan. Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan.
Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00
Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12