Hróp og köll gerð að Bjarna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 15:46 Vitni að atvikinu segir það ekki hafa haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Vísir/Vilhelm Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan. Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan.
Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00
Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12