Kjartan Atli: Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka úr þessum leik Árni Jóhannsson skrifar 7. mars 2024 21:23 Kjartan Atli Kjartansson gat ekki verið sáttur með sitt lið í kvöld. vísir / hulda margrét Leikur Álftaness og Vals á Hlíðarenda var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og var staðan 46-42 fyrir heimamönnum en það skildi heldur betur á milli liðanna í þeim seinni. Lokatölur urðu 89-71 fyrir Val og það var augljóst að Kjartan Atli þjálfari Álftaness var hundfúll með kvöldið. Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30