„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 21:47 Grindavík hefur unnið níu leiki í röð. vísir/Diego Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. „Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira