V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski skrifar 18. mars 2024 10:01 1. Eftir gæsluvarðhaldsúrskurð Arnar yfir Sævari og Erlu vegna póstsvikamálsins og að upphafi Guðmundarmálsins Eftir Gæsluhaldsúrskurð Arnar yfir Sævari og Erlu, þann 12. og 13. desember ’75, voru þau flutt í síðumúlafangelsið. Strax sama dag, þann 13., er Erla sett á lyfjakúr. Um viku síðar hefst Guðmundarmáls rannsóknin. Erla er sem sagt sett á tvö sljóvgandi lyf sem bæði geta haft áhrif á minnið: Diazapam 5 mg x 3 á dag. Það lyf hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. En er talið hafa bæði slæm áhrif á skammtíma- og langtímaminnið ásamt algengri aukaverkun að vera sljóvgandi, sjaldgæfari aukaverkanir eru ofskynjanir, skapgerðarbreyting, öndunarbæling, gula, þvagtregða o.fl. venjulegar skammtastærðir í dag skv. lyfseðil lyfja.is eru fyrir fullorðna 2-5 mg í senn 2-3 svar á dag. Erla er því á hæsta mögulega skammti sem er notaður í dag (fyrir utan þegar lyfið er notað sem stungulyf, að róa strax niður æðiskast) og hún á að taka það þrisvar á dag. (Verkunartími er um einn sólarhringur, en sum áhrif sögð geta þó varað lengur eða allt að 4 daga, skv. lyfseðli á lyfja.is). Mogodon hefur svæfandi, kvíðastillandi og vöðvaslakandi verkun. Ruglingur er algeng aukaverkun, ásamt höfuðverk, skorti á einbeitingu, ósamhæfðar hreyfingar, sjóntruflanir, sljóleiki, þreyta, svimi, vöðvaslappleiki, þunglyndi. Venjulegar skammtastærðir eru 2,5-10 mg fyrir svefn. Skammturinn hennar Erlu er sagður 5 g. en örugglega villa þannig að það vanti “m” þannig 5 mg. sem er svona meðal skammtur. En hafandi í huga að hún er á öðru lyfi nú þegar með svipaða eiginleika þá ætti samverkandi áhrif þeirra að hafa meiri áhrif saman en ella. Það er óljóst á hvaða forsendum læknirinn ávísar þessum lyfjum á Erlu, ef yfirhöfuð það hafi verið læknir sem kom að þeirri ákvarðanatöku. Þó kemur til álita að samvist Erlu við hennar nýfæddu dóttur var skyndilega slitið með gæsluvist hennar, þegar hún var flutt í Síðumúlafangelsið. Þá má einnig almennt ætla, fólki sem er á þessum tveimur lyfjum, að vera meðfærilegra í samskiptum, samvinnuþýðari. Ólíklegra til að veita mótspyrnu eða mótlæti að einhverju viti. Sævar er ekki settur á lyfjakúr, ekki enn sem komið er. Þann 13. og 14. desember er svo farið í húsleit að Þverbrekku 4 í Kópavogi, að heimili Sævars og Erlu. Var húsleitin framkvæmd af rannsóknarlögreglumönnunum Eggerti N. Bjarnasyni og Sigurbirni Víði Eggertssyni (sem ásamt Erni Höskuldssyni myndar svonefnt „Síðumúlagengi“ eins og greinarhöfundar notast við sem heiti á þríeykinu). En ásamt þeim er Þorsteinn J. Jónsson úr ávana- og fíkniefnadeild og Ásmundur Guðmundssyni úr lögreglunni í Kópavogi. Engar yfirheyrslur eru byrjaðar. Þann 15. og 16. desember eru skráðar tvær, fyrir hvorn dag fyrir sig, yfirheyrslur yfir Sævari hjá ávana- og fíkniefnadómsstól, en Sævar ekki yfirheyrður fyrir Póstsvikamálið. Á sama tíma bíður Erla átekta og ekki fyrr en 17. desember, eftir að hafa dvalið á lyfjum í fangaklefa í fjóra daga, að hún er yfirheyrð af Síðumúlagenginu, tvisvar þann dag skv. heimild úr dagbók Síðumúlafangelsis, fyrst fimm klukkustundir svo þrjár um kvöldið, þær yfirheyrslur voru ekki skráðar. Þann dag er skráð í dagbók Síðumúlafangelsis að Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður hafi komið og rætt við bæði Sævar og Erlu í um klukkustund, en hann var skipaður réttargæslumaður þeirra beggja vegna póstsvikamálsins. Næsta dag er Sævar aftur yfirheyrður hjá ávana- og fíkniefnadómsstól skv. dagbók Síðumúlafangelsis en engin skýrsla liggur fyrir um þá yfirheyrslu. Sævar hefur ekki verið yfirheyrður ennþá af Síðumúlagenginu. Þær óskráðu yfirheyrslur sem ungmennin sæta, verður í raun alveg sérstakt þema þessarar gæsluvistar í Síðumúla en mikil vöntun er á að yfirheyrslur séu skráðar en heimildin fyrir því að þær fóru vissulega fram má finna í dagbók Síðumúlafangelsisins, á þessu tiltekna sjö vikna tímabili. Óskráðu yfirheyrslur sakborninga Síðumúlafangelsisins, spanna yfir hundrað skipti eingöngu á fyrstu sjö vikunum. Í raun og veru voru sakborningar, meira og minna, yfirheyrð allan liðlangan daginn á þessu tímabili, hvort sem slíkt hafi verið skráð í skýrslu eður ei. Þann 18. desember er svo loks skráð yfirheyrsla af Erlu. skv. skýrslunni er hún skráð með upphaf 13:00 til 19:30. Þó getur dagbók Síðumúla þess að klukkan 20:00 þann dag, hafi yfirheyrsla Erlu staðið frá því um morguninn og væri enn ekki lokið, svo er þess getið að Örn Höskuldsson hafi tekið við yfirheyrslunni kl. 22:05 í smá stund og henni lokið 22:30. Í þeirri skýrslu játar Erla sinn þátt í Póstsvikunum ásamt þvíað gefa ítarlegar upplýsingar um hagi sína og Sævars aftur í tímann, m.a. hvar þau bjuggu frá því síðla árs 1973. M.a. á Hamarsbraut 11. Sævar er ekki enn yfirheyrður af Síðumúlagenginu en var yfirheyrður af ávana- og fíkniefnadómsstól. Erlu er ekki sleppt úr haldi til dóttur sína þrátt fyrir játningu á Póstsvikamálinu. Daginn eftir þann 19. desember er Sævar áfram geymdur og ekki yfirheyrður. Skv. dagbók Síðumúlafangelsis var Erla færð til yfirheyrslu klukkan 12:45. Svo var farið með hana í sakadóm og var komið með hana aftur klukkan 18:55. Rannsóknargögn liggja ekki fyrir um þessar yfirheyrslur eins og oft áður af einhverjum óútskýrðum ástæðum andstætt lögum. Síðar um kvöldið hinsvegar er skráð skýrsla af Erlu þar sem hún var aftur tekin til skýrslutöku varðandi póstsvikamálið og stóð hún yfir í um eina og hálfa klukkustund. Játaði hún aðild sína að Póstsvikunum en er ekki sleppt úr haldi. Næsta dag hefst svo rannsókn á hvarfi Guðmundar, eftir tæp tvö ár verandi „kalt“ mannshvarfsmál, á vafasömum forsendum Síðumúlagengisins. 1.1 Nýbakaða móðirin, skráð fyrir fram sem vitni, látin byrja með Guðmundarmálið með draumkenndan vitnisburð að vopni með þó furðulegum nákvæmnisatriðum varðandi tiltekin smáatriði Allt í einu er Erla Bolladóttir þann 20. desember árið 1975 tekin í furðulega skýrslutöku. Á fjórða degi yfirheyrslna, ýmist skráðum eða óskráðum, eftir játningu sína á ávísanasvindlinu sem átti jú að vera ástæða gæsluvistar hennar innan veggja Síðumúlafangelsis. Og jú eftir viku af daglegri lyfjagjöf sljóvgandi lyfja, þá er allt í einu Erla titluð sem „vitni” í nýrri skýrslu. Skýrslu tekna algjörlega ótengdu póstsvikamálinu. Samkvæmt skýrslum Síðumúlagengis þá virðist einfaldlega allt í einu upp úr þurru Erla vera orðið „vitni” sem er tekið til yfirheyrslu. Erla er þegar búin að játa aðild sína að Póstsvikamálinu en þrátt fyrir það sleppir Síðumúlagengið henni ekki úr haldi heldur er haldið áfram að spyrja hana, nú um gamalt mannshvarfsmál. Hvað átti Erla að hafa verið vitni að þegar hér er komið við sögu? Nú, hins gleymda og kalda mannshvarfsmáls Guðmundar Einarssonar - sem ekkert hafði hreyfst í nær tvö ár - en ekki hvað? Eftir að Erla gefur Síðumúlagenginu þá skýrslu þann 20. desember þá er henni sleppt úr haldi Síðumúlafangelsis og fær loks að komast aftur til nýfæddrar dóttur sinnar. Það þarf að sjálfsögðu að fara vandlega yfir þessa skýrslu enda upphafið af endurvakinni rannsókn Guðmundar sem í fyrsta skipti „tengir“ Sævar og fleiri við eitthvað saknæmt í, fyrrum mannshvarfsmáli en sem hefur nú tekið þessari eðlisbreytingu yfir í sakamál. Þá förum við líka yfir þær útskýringar sem Erla gaf síðar um framkvæmd þessarar yfirheyrslu með Einari Gauta Steingrímssyni úr endurupptökubeiðni hennar sem var hafnað af Hæstarétti að verða við, frá því um aldamótin síðustu. 1.2 Fyrsta skýrsla endurvakta Guðmundarmálsins Erla er skv. skýrslu sinni þann 20. desember kölluð til sem „vitni“ mætt 09:30 og eins og segir orðrétt í skýrslunni: „Tilefni þess, að erla er mætt hér sem vitni er það, að rannsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna, að sambýlismaður Erlu geti hugsanlega verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar aðfararnótt 27. jan. 1974.“ Þannig var Guðmundarmálið vakið til lífsins eftir að hafa verið í dái, með orðalagi Síðumúlagengisins að vopni í skýrslutöku yfir titluðu vitni sem var gæslufangi í óskyldu máli sem vill svo til að var búið að gefa henni háan lyfjaskammt á hverjum degi og yfirheyra þrjá daga á undan í u.þ.b. 33 klukkutíma - en efni flestra yfirheyrslna kemur hvergi fram. Þemað með óskráðu yfirheyrslurnar er á þann veg að þær eru mun tíðari en þær yfirheyrslur sem gera einhverja grein fyrir hvað fór fram í skýrslutökunni. Tvennt vekur strax athygli þegar greint er hver kveikjan að framþróun málsins hafi verið, úr Póstsvikamálinu og að Guðmundarmálinu, atburðarrás þeirri þar sem meinta vitnið Erla á að skýra „sjálfstætt“ frá „málinu“: Í fyrsta lagi vekur sérstaka athygli að Síðumúlagengið á upphafið - ekki Erla Bolladóttir - að bendla Sævari M. Ciesielski við refsiverðan verknað í Guðmundarmálinu. Verknaður sem enginn fótur var fyrir enda hvergi útskýrður hvaða rökstuddi grunur lá til grundvallar. Samanber tilefni skýrslu Erlu, þessa upphafs skýrslu frá 20. desember árið 1975, að Síðumúlagenginu hafi „[einungis] borist til eyrna“ sú meinta vitneskja. Síðumúlagengið tekur það í raun á sig að ásaka Sævar (og síðar Kristján og Tryggva) og án þess að vísa í rökstuddan grun, segja bara hafa „borist til eyrna“ að Sævar tengdist málinu. Hið nýskilgreinda sakamál varðandi hvarf Guðmundar, var nú „rannsakað” af fullum þunga. Eins og klukkutímarnir í yfirheyrslu þessa unga fólks sýna fram á. Í annan stað vekur sérstaka athygli að skv. yfirlýsingu Guðbjargar Thoroddsen, þá var Síðumúlagengið þegar búið að ætla Sævari aðild að morði. Og með honum Kristján og Tryggvi. Yfirlýsing Guðbjargar lýsir hvað fór fram þann áttunda desember í „skýrslutöku“ sinni hjá Síðumúlagenginu, u.þ.b. 12 dögum á undan þessum “vitnisburði” Erlu. Var áður rakið, sbr. kafla 2.2 í IV. grein. Hvað varðar vitnisburð Erlu, frá 20. desember árið 1975, vekur athygli hversu draumkenndur veruleiki birtist í formi sögu þar sem mögulega einhverjir líkamspartar sáust í laki, en Erla á að hafa vaknað og sofnað aftur. Á einhverjum tímapunkti er henni kalt á hausnum, eins og hún hafi blautt hár og athugar daginn eftir hvort lak væri í ruslatunnu o.s.frv. en á köflum þá er skýrslan einnig full af ítarlega tilgreindum smáatriðum. Eins og að hún hafi verið viss um að birtan hafi komið frá tilteknum stað o.s.frv. Það er spurning hvort lyfjagjöfin hafi hjálpað til með þann draumkennda vitnisburð og Síðumúlagengið smáatriðin, svo þetta gæti nokkurn veginn passað á blaði. Þá er vert að minnast þess að helmingartími Mogadon er áberandi miklu lengri en annarra benzoskyldra lyfja. Með þessari mjög löngu, 5 blaðsíðna skýrslu Erlu frá 20. desember, þá birtist þessi óræða atburðarrás, þar sem Erla sagðist hafa smakkað áfengi, bara lítið og var að skemmta sér m.a. í Klúbbnum fyrr um kvöldið. Komið heim á Hamarsbraut 11 seint um nótt og fattaði að lakið vantaði á rúmið hennar. Svo segir skýrslan að hún hafi sem sagt vaknað eitt sinn og heyrt umgang á ganginum: Einhverjir komnir inn og með eitthvað þungt sem þeir báru. Svo á hún að þekkja raddirnar hjá mönnunum án þess að gera þeim neitt viðvart: Þá eru Sævar og Kristján nefndir á nafn. Svo heldur vitnisburðurinn skv. skýrslunni áfram með furðulega tilgreindum smáatriðum á köflum, sbr. „Ég sá, að birta var inni í þvotta- og kyndiklefanum og fór ég nú í dyrnar milli hans og gangsins. Þaðan gat ég ekki komist hjá því að sjá hvað fram færi inni í geymslu herberginu, því dyrnar þangað inn eru beint á móti. Nógu bjart var þar inni til þess, að ég sá greinilega hvað þar fram fór, en birtan held ég að hafi komið úr þvotta- og kyndiklefanum en ekki hafi verið kveikt ljós í geymslu herberginu“ og varðandi lakið: „Kristján Viðar hélt í anna enda þess og var sá endi bundinn saman í hnút. Sævar bograði yfir hinum endanum og var að binda hann saman í hnút. Þriðji maðurinn stóð að nokkru leiti bakvið Kristján Viðar og virtist mér hann ekki aðhafast neitt sérstakt“. Þetta er mjög áhugaverð saga allt saman. Heppilegt fyrir Síðumúlagengið að fá greinargóða lýsingu á ljósum og þar með lýsingu hússins, til að sýna fram á færa leið til að þessi atburðarrás hafi getað átt sér stað og Erla hafi getað verið vitni af því sem hún er sögð hafa sagt í skýrslu þessari og hægt að sjá t.a.m. í útlínur laksins, með opinn augu en ekki lokuð eins og í draumi! Þarna á Erla að hafa tekið fram að hún hafi verið: “þess fullviss, að í lakinu var mannslíkami”. Í skýrslunni er samt tekið fram að hún hafi ekki séð hvað var í lakinu: “Ekki sá ég hvað í lakinu var,” Svo man hún eftir bleyjublett sem myndaðist á lakinu og saurlykt sem gaus upp. Svo varð Erla allt í einu kalt, fannst eins og hárið hennar væri blautt, kannski af svita [en kannski einhverju öðru? Mjög draumkennt allt saman]. Þarna er lýst að Kristján og Sævar og þriðji maður séu að bera mannslíkama í laki, og nákvæma staðsetningu á þeim þremenningum en svo virðist Erla ekki vera alveg viss hvort um draum eða veruleika var um að ræða: Skýrslan lýsir því þegar hún finnur lakið í ruslatunnunni fyrir utan húsið - lakið sem mögulega átti að vera umvafið mannslíkamanum nóttina áður. Í lakinu var linur og blautur mannasaur og blettur í lakinu á sama stað og hún hafði séð. Sama lykt gaus þá upp og nóttina áður af saurnum svo segir: “Ég held ég hafi vaknað áður en bjart var orðið, en ég hreinlega þorði ekki út fyrr. ég hugsa, að ég hafi farið út til þess að reyna ganga úr skugga um hvort það, sem ég sá um nóttina hefði verið veruleiki.” Þetta er frekar órætt allt saman og furðulegt, þá veit Erla að ef hún kemur með vitnisburð eins og þennan, þá getur hún farið að hitta dóttur sína. Það dregur auðvitað mjög úr trúverðugleika þessarar skýrslu ásamt bæði lyfjakúrnum og að hafa verið í yfirheyrslum að meðaltali tíu klukkustundir á dag, þrjá daganna á undan vegna Póstsvikamálsins. Svo klárast skýrslan á þessum lokakafla: Skýrslan hefur eftir henni að hún setti þennan atburð næturinnar ekki í samhengi við hvarf Guðmundar Einarssonar, sem hefði þá átt að vera að leita af á svipuðu tímabili en hins vegar segist Erla samt muna eftir að lýst hafi verið á sínum tíma eftir, sbr. í inngangi skýrslunnar, en það er í algjöru innra ósamræmi. Þá eiga þau Sævar aldrei að hafa minnst á þetta aftur við hvort annað skv. skýrslunni. Svo virðist hún vilja leiðrétta fyrri hluta skýrslunnar sem lýsti því hvernig Kristján Viðar hefði haldið í annan enda laksins. Nú á Erla að vera taka fram að hann Kristján hafi ekki haldið í annan enda laksins heldur hafi hann barið með krepptum hnefa í lófa sér! Svona, næstum því eins og úr lélegu kvikmyndatriði, eða hvað? Frá þessum árum allavega sem svona sýnir vondu kallana með illa svipi og svona handatök til að merkja þá rækilega sem illgjarna fanta, eða eitthvað á þá leið. En hér á Erla að vera taka þetta fram til að tala aftur um þennan dularfulla mannslíkama, væntanlega, í lakinu. Nú lá maðurinn í lakinu nefnilega á bakinu og með hnén kreppt upp að maganum, í fósturstellingu á bakinu? Rosalega er það ótrúlegt fyrir meint lík. Hvernig haldast þá fæturnir uppi að maganum eiginlega? Það er svolítið spes, en gott og vel. Erla man ekki eftir neinum bifreiðum en tekur það samt fram (af hverju myndi maður taka það fram nema að hafa sérstaklega verið spurður?) að hún hefði nú hvort eð er ekkert orðið vör við bifreið þótt bifreið hefði kannski keyrt þarna um! Lokasetning þessarar yfirheyrslu er mjög athyglisverð þar sem Erla tekur sérstaklega fram að hefði bifreið komið á stæðið og farið af því, þá hefði hún ekkert heyrt í henni. (Þannig hún var augljóslega spurð og út frá því ritað í fyrstu persónu svarið án þess þó að nein spurning komi fram í skýrslunni eða vitnisburðinum). Það atriði, að hún sé alveg til í að taka það fram, sýnir fram á, fyrir utan samvinnuþýði Erlu við að segja það sem Síðumúlagengið vildi heyra, vitneskju um efnisinntak framtíðar vitnisburðar. Það er allrar athygli vert að þetta sé sérstaklega tekið fram í skýrslunni hennar Erlu, á þessum tímapunkti, vegna þess að síðar mun vitnisburður Alberts einmitt spila sína rullu í rannsókn Síðumúlagengisins. Albert var síðar sóttur með flugi sérstaklega inní Síðumúlafangelsið sem á svo að hafa farið í tiltekinn bíltúr þarna frá Hamarsbraut 11, eins og rakið verður í kafla 1.2 í VI. grein þessarar ritraðar. Lokasetningin í skýrslu Erlu, virðist því geta verið rökstuðningur fyrir fyrirfram vitneskja Síðumúlagengis um efnisinntak úr framtíðar vitnisburði Alberts, sem þá var enn sem komið er frjáls sinna ferða og í allt öðrum landshluta. Erla skýrði frá hennar upplifun, t.a.m. í viðtali við Einar Gaut Steingrímsson, verjanda sinn í endurupptökubeiðni hennar til Hæstaréttar: Að Örn Höskuldsson, eftir játningu póstsvikanna í skýrslu í annað sinn hafi Örn beðið hana um að hinkra aðeins, „því hann vildi spyrja mig um eitthvað annað“. Og hafi spurt hana hvort hún þekkti Guðmund Einarsson, sem hún gerði en þá var það raunar annar Guðmundur. Örn hafi haldið áfram og sýnt henni mynd, þá reyndar kannaðist hún við hinn rétta Guðmund en var með honum í skólapartý hjá vinkonu sinni úr Hagaskóla. Erla man eitthvað eftir þessu andliti frá því úr teiti og heldur áfram: Erla útskýrir síðan að hún hafi ekki skilið samhengið og útskýrir hvernig einmitt „draumkennda” frásögnin er tilkomin, en hún hefði verið að segja Erni Höskuldssyni frá martröð, bókstaflegum draum sem sagt, sem hana dreymdi: Örn hafi svo leitt hana áfram með þann draum að vopni og fleiri bæst í hópinn: Eftir þetta hafi Örn gengið til hennar og tilkynnt henni að hún færi ekki út fyrr en hún myndi ná að koma með “þetta allt fram” þar sem Örn tilkynnir henni að „það er alveg ljóst að þú hefur orðið vitni að einhverju hræðilegu þessa nótt og það er svo erfitt fyrir þig að muna það að þú getur ekki framkallað það í minninu“ eins og Erla rekur orð Arnar eftir minni. Það er í raun ekki lítil hótun fyrir nýbakaða móður sem bíður eftir að komast til barns síns og úr Síðumúlafangelsinu, að þaðan færi hún bara ekki neitt „fyrr en við erum búin að fá þetta allt fram“. Erla skildi þessa afarkosti sem Örn hefði sett henni: Erla skilur það sem svo að hún þurfti að skálda sögu, um eitthvað hræðilegt. Annars færi hún ekki úr Síðumúlafangelsinu. Enda erfitt að skilja rakin samskipti á annan hátt. Erla nær að rifja upp ömurlegt augnablik sem varðar saur í ruslatunnu, sem kom svo fram í yfirheyrslu hennar einmitt þann 20. des., fyrst í lakinu og svo hafi hún séð það í öskutunnu fyrir utan. sem sagt með saurinn í lakinu: Og martröðin hafi verið notuð og svona leidd áfram af Síðumúlagenginu: þetta hafi þróast í þessa sögu undir algerri handleiðslu Síðumúlagengisins: Sem sagt minning um saur í ruslatunnu og martröð varð í sameiningu notað sem hráefnið að atburðarás um Guðmundarmálið enda hafði Örn sagt henni að hún myndi ekki fara fyrr: “héðan ferð þú ekki fyrr en við erum búnir að fá þetta allt fram”. Eins og Erla rekur afarkosti Arnar eftir minni. Sem sagt, eins og Erla útskýrir sína upplifun: “[Þ]eir vildu fá eitthvað meira fram um þessa martröð sem ég hefði fengið [...] smám saman mjakaðist yfir í að vera frásögn af atburðarás sem varð svo lögreglumorðmáli…” Þannig lýsir Erla á sannfærandi hátt hvað hafi komið til við skýrslugerð hennar þann 20. desember. Það útskýrir bæði draumkennda veruleikann sem birtist í skýrslunni og einnig nánar tilgreind nákvæmnisatriði sem ómögulegt ætti að hafa verið að rifja upp eftir svo langan tíma. Hún hafi verið leidd áfram með minningu um saur í laki og með martröð sinni, Síðumúlagengið hafi svo handleitt hana áfram með ýmsum getgátum og vangaveltum og gert nánar grein fyrir smáatriðum eins og með hvar birtan hafi borist, svona til þess að á forminu til væri skýrslan trúverðug. Að efninu til sýnir það hins vegar fram á vilja Síðumúlagengisins að toga fram þetta Guðmundarmál, á Sævar og co. af óútskýrðum ástæðum þó, þar sem hér er komið við sögu. Það sem styður trúverðugleika Erlu hvað þetta varðar er einnig sérstaklega orð Síðumúlagengis sjálfs, sem eru hvergi útskýrð nánar en koma fram í inngangi skýrslu hennar, að „Tilefni þess, að erla er mætt hér sem vitni er það, að rannsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna, að sambýlismaður Erlu geti hugsanlega verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar aðfararnótt 27. jan. 1974.“. Ef það væri rétt, að raunverulegt tilefni skýrslutöku Erlu væri að Síðumúlagengið hafi „borist það til eyrna“ að Sævar væri viðriðinn hvarf Guðmundar með saknæmum hætti, hvers vegna skrásettu þeir ekki þau meintu orð á blað? Hvers vegna var ekki tekin skýrsla af þeim aðila sem bar þau orð til þeirra eyrna? Og fyrst það hafi ekki verið gert, hvers vegna rituðu þeir ekki upplýsingaskýrslu, í það minnsta, um tilurð þess að orðin áttu að hafa ratað með einhverjum hætti til þeirra eyrna? Það er ekkert haldbært sem getur skýrt það sem þó sárlega vantar hér í samhengið, það veikir trúverðugleika Síðumúlagengisins sem hefur ekki þóst muna eftir því einu sinni (í skýrslutöku árið 2016 varðandi endurupptökuna á vegum endurupptökunefndar). Vöntun þess eðlilega samhengis sem er algjörlega óútskýrt þrátt fyrir ærið tilefni, minnkar verulega trúverðugleika Síðumúlagengis að Erla hafi „sjálfstætt“ skýrt frá í upphafs skýrslu Guðmundarmálsins á sama tíma og það styrkir frásögn Erlu í samantekt Einars Gauts á síðari stigum. Þá styrkir vitnisburður Guðbjargar frá árinu 2018, trúverðugleika Erlu varðandi þetta atriði (þar sem m.a. Sævar og Kristján eru nefndir að hafi átt að eiga aðild að morði vinkonu hennar). Þá má einnig skoða hinn falsaði aðdraganda Póstsvikamálsins, ásamt greiningu á orðalagi í úrskurði Arnar Höskuldssonar yfir þeim Sævari og Erlu til gæsluvistar, sbr. 2. kafla í IV. grein, í því ljósi að það veikir trúverðugleika Síðumúlagengisins, að það hafi bara verið að vinna í „góðri trú“, á sama tíma Þar sem bæði lýsing Erlu var í þessum kafla metin trúverðug og sömuleiðis lýsing Guðbjargar með tilgreindum rökstuðningi í fyrri grein, kafla 2.2, 2.4 og 2.5 í IV. grein, þá fær eftirfarandi skýringarmynd, tímalína frá 8.- 20. des. ’75, að notfæra sér þá lýsingu þeirra beggja á því sem raunverulega fór fram, til skýringar á tímalínunni. Vituð ér enn – eða hvat? Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafþór Sævarsson Ciesielski Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir I. Höfuð hnoðað úr leir Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 3. ágúst 2018 09:00 II. Misnotkun á mannshvarfi með gervirannsókn Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 10. ágúst 2018 09:00 III. Klúbburinn og Kiddi Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 22. ágúst 2018 11:33 IV. Sköpunarsaga þjóðsögu – aðdragandi Póstsvikamálsins falsaður Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 11. mars 2024 10:30 Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
1. Eftir gæsluvarðhaldsúrskurð Arnar yfir Sævari og Erlu vegna póstsvikamálsins og að upphafi Guðmundarmálsins Eftir Gæsluhaldsúrskurð Arnar yfir Sævari og Erlu, þann 12. og 13. desember ’75, voru þau flutt í síðumúlafangelsið. Strax sama dag, þann 13., er Erla sett á lyfjakúr. Um viku síðar hefst Guðmundarmáls rannsóknin. Erla er sem sagt sett á tvö sljóvgandi lyf sem bæði geta haft áhrif á minnið: Diazapam 5 mg x 3 á dag. Það lyf hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. En er talið hafa bæði slæm áhrif á skammtíma- og langtímaminnið ásamt algengri aukaverkun að vera sljóvgandi, sjaldgæfari aukaverkanir eru ofskynjanir, skapgerðarbreyting, öndunarbæling, gula, þvagtregða o.fl. venjulegar skammtastærðir í dag skv. lyfseðil lyfja.is eru fyrir fullorðna 2-5 mg í senn 2-3 svar á dag. Erla er því á hæsta mögulega skammti sem er notaður í dag (fyrir utan þegar lyfið er notað sem stungulyf, að róa strax niður æðiskast) og hún á að taka það þrisvar á dag. (Verkunartími er um einn sólarhringur, en sum áhrif sögð geta þó varað lengur eða allt að 4 daga, skv. lyfseðli á lyfja.is). Mogodon hefur svæfandi, kvíðastillandi og vöðvaslakandi verkun. Ruglingur er algeng aukaverkun, ásamt höfuðverk, skorti á einbeitingu, ósamhæfðar hreyfingar, sjóntruflanir, sljóleiki, þreyta, svimi, vöðvaslappleiki, þunglyndi. Venjulegar skammtastærðir eru 2,5-10 mg fyrir svefn. Skammturinn hennar Erlu er sagður 5 g. en örugglega villa þannig að það vanti “m” þannig 5 mg. sem er svona meðal skammtur. En hafandi í huga að hún er á öðru lyfi nú þegar með svipaða eiginleika þá ætti samverkandi áhrif þeirra að hafa meiri áhrif saman en ella. Það er óljóst á hvaða forsendum læknirinn ávísar þessum lyfjum á Erlu, ef yfirhöfuð það hafi verið læknir sem kom að þeirri ákvarðanatöku. Þó kemur til álita að samvist Erlu við hennar nýfæddu dóttur var skyndilega slitið með gæsluvist hennar, þegar hún var flutt í Síðumúlafangelsið. Þá má einnig almennt ætla, fólki sem er á þessum tveimur lyfjum, að vera meðfærilegra í samskiptum, samvinnuþýðari. Ólíklegra til að veita mótspyrnu eða mótlæti að einhverju viti. Sævar er ekki settur á lyfjakúr, ekki enn sem komið er. Þann 13. og 14. desember er svo farið í húsleit að Þverbrekku 4 í Kópavogi, að heimili Sævars og Erlu. Var húsleitin framkvæmd af rannsóknarlögreglumönnunum Eggerti N. Bjarnasyni og Sigurbirni Víði Eggertssyni (sem ásamt Erni Höskuldssyni myndar svonefnt „Síðumúlagengi“ eins og greinarhöfundar notast við sem heiti á þríeykinu). En ásamt þeim er Þorsteinn J. Jónsson úr ávana- og fíkniefnadeild og Ásmundur Guðmundssyni úr lögreglunni í Kópavogi. Engar yfirheyrslur eru byrjaðar. Þann 15. og 16. desember eru skráðar tvær, fyrir hvorn dag fyrir sig, yfirheyrslur yfir Sævari hjá ávana- og fíkniefnadómsstól, en Sævar ekki yfirheyrður fyrir Póstsvikamálið. Á sama tíma bíður Erla átekta og ekki fyrr en 17. desember, eftir að hafa dvalið á lyfjum í fangaklefa í fjóra daga, að hún er yfirheyrð af Síðumúlagenginu, tvisvar þann dag skv. heimild úr dagbók Síðumúlafangelsis, fyrst fimm klukkustundir svo þrjár um kvöldið, þær yfirheyrslur voru ekki skráðar. Þann dag er skráð í dagbók Síðumúlafangelsis að Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður hafi komið og rætt við bæði Sævar og Erlu í um klukkustund, en hann var skipaður réttargæslumaður þeirra beggja vegna póstsvikamálsins. Næsta dag er Sævar aftur yfirheyrður hjá ávana- og fíkniefnadómsstól skv. dagbók Síðumúlafangelsis en engin skýrsla liggur fyrir um þá yfirheyrslu. Sævar hefur ekki verið yfirheyrður ennþá af Síðumúlagenginu. Þær óskráðu yfirheyrslur sem ungmennin sæta, verður í raun alveg sérstakt þema þessarar gæsluvistar í Síðumúla en mikil vöntun er á að yfirheyrslur séu skráðar en heimildin fyrir því að þær fóru vissulega fram má finna í dagbók Síðumúlafangelsisins, á þessu tiltekna sjö vikna tímabili. Óskráðu yfirheyrslur sakborninga Síðumúlafangelsisins, spanna yfir hundrað skipti eingöngu á fyrstu sjö vikunum. Í raun og veru voru sakborningar, meira og minna, yfirheyrð allan liðlangan daginn á þessu tímabili, hvort sem slíkt hafi verið skráð í skýrslu eður ei. Þann 18. desember er svo loks skráð yfirheyrsla af Erlu. skv. skýrslunni er hún skráð með upphaf 13:00 til 19:30. Þó getur dagbók Síðumúla þess að klukkan 20:00 þann dag, hafi yfirheyrsla Erlu staðið frá því um morguninn og væri enn ekki lokið, svo er þess getið að Örn Höskuldsson hafi tekið við yfirheyrslunni kl. 22:05 í smá stund og henni lokið 22:30. Í þeirri skýrslu játar Erla sinn þátt í Póstsvikunum ásamt þvíað gefa ítarlegar upplýsingar um hagi sína og Sævars aftur í tímann, m.a. hvar þau bjuggu frá því síðla árs 1973. M.a. á Hamarsbraut 11. Sævar er ekki enn yfirheyrður af Síðumúlagenginu en var yfirheyrður af ávana- og fíkniefnadómsstól. Erlu er ekki sleppt úr haldi til dóttur sína þrátt fyrir játningu á Póstsvikamálinu. Daginn eftir þann 19. desember er Sævar áfram geymdur og ekki yfirheyrður. Skv. dagbók Síðumúlafangelsis var Erla færð til yfirheyrslu klukkan 12:45. Svo var farið með hana í sakadóm og var komið með hana aftur klukkan 18:55. Rannsóknargögn liggja ekki fyrir um þessar yfirheyrslur eins og oft áður af einhverjum óútskýrðum ástæðum andstætt lögum. Síðar um kvöldið hinsvegar er skráð skýrsla af Erlu þar sem hún var aftur tekin til skýrslutöku varðandi póstsvikamálið og stóð hún yfir í um eina og hálfa klukkustund. Játaði hún aðild sína að Póstsvikunum en er ekki sleppt úr haldi. Næsta dag hefst svo rannsókn á hvarfi Guðmundar, eftir tæp tvö ár verandi „kalt“ mannshvarfsmál, á vafasömum forsendum Síðumúlagengisins. 1.1 Nýbakaða móðirin, skráð fyrir fram sem vitni, látin byrja með Guðmundarmálið með draumkenndan vitnisburð að vopni með þó furðulegum nákvæmnisatriðum varðandi tiltekin smáatriði Allt í einu er Erla Bolladóttir þann 20. desember árið 1975 tekin í furðulega skýrslutöku. Á fjórða degi yfirheyrslna, ýmist skráðum eða óskráðum, eftir játningu sína á ávísanasvindlinu sem átti jú að vera ástæða gæsluvistar hennar innan veggja Síðumúlafangelsis. Og jú eftir viku af daglegri lyfjagjöf sljóvgandi lyfja, þá er allt í einu Erla titluð sem „vitni” í nýrri skýrslu. Skýrslu tekna algjörlega ótengdu póstsvikamálinu. Samkvæmt skýrslum Síðumúlagengis þá virðist einfaldlega allt í einu upp úr þurru Erla vera orðið „vitni” sem er tekið til yfirheyrslu. Erla er þegar búin að játa aðild sína að Póstsvikamálinu en þrátt fyrir það sleppir Síðumúlagengið henni ekki úr haldi heldur er haldið áfram að spyrja hana, nú um gamalt mannshvarfsmál. Hvað átti Erla að hafa verið vitni að þegar hér er komið við sögu? Nú, hins gleymda og kalda mannshvarfsmáls Guðmundar Einarssonar - sem ekkert hafði hreyfst í nær tvö ár - en ekki hvað? Eftir að Erla gefur Síðumúlagenginu þá skýrslu þann 20. desember þá er henni sleppt úr haldi Síðumúlafangelsis og fær loks að komast aftur til nýfæddrar dóttur sinnar. Það þarf að sjálfsögðu að fara vandlega yfir þessa skýrslu enda upphafið af endurvakinni rannsókn Guðmundar sem í fyrsta skipti „tengir“ Sævar og fleiri við eitthvað saknæmt í, fyrrum mannshvarfsmáli en sem hefur nú tekið þessari eðlisbreytingu yfir í sakamál. Þá förum við líka yfir þær útskýringar sem Erla gaf síðar um framkvæmd þessarar yfirheyrslu með Einari Gauta Steingrímssyni úr endurupptökubeiðni hennar sem var hafnað af Hæstarétti að verða við, frá því um aldamótin síðustu. 1.2 Fyrsta skýrsla endurvakta Guðmundarmálsins Erla er skv. skýrslu sinni þann 20. desember kölluð til sem „vitni“ mætt 09:30 og eins og segir orðrétt í skýrslunni: „Tilefni þess, að erla er mætt hér sem vitni er það, að rannsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna, að sambýlismaður Erlu geti hugsanlega verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar aðfararnótt 27. jan. 1974.“ Þannig var Guðmundarmálið vakið til lífsins eftir að hafa verið í dái, með orðalagi Síðumúlagengisins að vopni í skýrslutöku yfir titluðu vitni sem var gæslufangi í óskyldu máli sem vill svo til að var búið að gefa henni háan lyfjaskammt á hverjum degi og yfirheyra þrjá daga á undan í u.þ.b. 33 klukkutíma - en efni flestra yfirheyrslna kemur hvergi fram. Þemað með óskráðu yfirheyrslurnar er á þann veg að þær eru mun tíðari en þær yfirheyrslur sem gera einhverja grein fyrir hvað fór fram í skýrslutökunni. Tvennt vekur strax athygli þegar greint er hver kveikjan að framþróun málsins hafi verið, úr Póstsvikamálinu og að Guðmundarmálinu, atburðarrás þeirri þar sem meinta vitnið Erla á að skýra „sjálfstætt“ frá „málinu“: Í fyrsta lagi vekur sérstaka athygli að Síðumúlagengið á upphafið - ekki Erla Bolladóttir - að bendla Sævari M. Ciesielski við refsiverðan verknað í Guðmundarmálinu. Verknaður sem enginn fótur var fyrir enda hvergi útskýrður hvaða rökstuddi grunur lá til grundvallar. Samanber tilefni skýrslu Erlu, þessa upphafs skýrslu frá 20. desember árið 1975, að Síðumúlagenginu hafi „[einungis] borist til eyrna“ sú meinta vitneskja. Síðumúlagengið tekur það í raun á sig að ásaka Sævar (og síðar Kristján og Tryggva) og án þess að vísa í rökstuddan grun, segja bara hafa „borist til eyrna“ að Sævar tengdist málinu. Hið nýskilgreinda sakamál varðandi hvarf Guðmundar, var nú „rannsakað” af fullum þunga. Eins og klukkutímarnir í yfirheyrslu þessa unga fólks sýna fram á. Í annan stað vekur sérstaka athygli að skv. yfirlýsingu Guðbjargar Thoroddsen, þá var Síðumúlagengið þegar búið að ætla Sævari aðild að morði. Og með honum Kristján og Tryggvi. Yfirlýsing Guðbjargar lýsir hvað fór fram þann áttunda desember í „skýrslutöku“ sinni hjá Síðumúlagenginu, u.þ.b. 12 dögum á undan þessum “vitnisburði” Erlu. Var áður rakið, sbr. kafla 2.2 í IV. grein. Hvað varðar vitnisburð Erlu, frá 20. desember árið 1975, vekur athygli hversu draumkenndur veruleiki birtist í formi sögu þar sem mögulega einhverjir líkamspartar sáust í laki, en Erla á að hafa vaknað og sofnað aftur. Á einhverjum tímapunkti er henni kalt á hausnum, eins og hún hafi blautt hár og athugar daginn eftir hvort lak væri í ruslatunnu o.s.frv. en á köflum þá er skýrslan einnig full af ítarlega tilgreindum smáatriðum. Eins og að hún hafi verið viss um að birtan hafi komið frá tilteknum stað o.s.frv. Það er spurning hvort lyfjagjöfin hafi hjálpað til með þann draumkennda vitnisburð og Síðumúlagengið smáatriðin, svo þetta gæti nokkurn veginn passað á blaði. Þá er vert að minnast þess að helmingartími Mogadon er áberandi miklu lengri en annarra benzoskyldra lyfja. Með þessari mjög löngu, 5 blaðsíðna skýrslu Erlu frá 20. desember, þá birtist þessi óræða atburðarrás, þar sem Erla sagðist hafa smakkað áfengi, bara lítið og var að skemmta sér m.a. í Klúbbnum fyrr um kvöldið. Komið heim á Hamarsbraut 11 seint um nótt og fattaði að lakið vantaði á rúmið hennar. Svo segir skýrslan að hún hafi sem sagt vaknað eitt sinn og heyrt umgang á ganginum: Einhverjir komnir inn og með eitthvað þungt sem þeir báru. Svo á hún að þekkja raddirnar hjá mönnunum án þess að gera þeim neitt viðvart: Þá eru Sævar og Kristján nefndir á nafn. Svo heldur vitnisburðurinn skv. skýrslunni áfram með furðulega tilgreindum smáatriðum á köflum, sbr. „Ég sá, að birta var inni í þvotta- og kyndiklefanum og fór ég nú í dyrnar milli hans og gangsins. Þaðan gat ég ekki komist hjá því að sjá hvað fram færi inni í geymslu herberginu, því dyrnar þangað inn eru beint á móti. Nógu bjart var þar inni til þess, að ég sá greinilega hvað þar fram fór, en birtan held ég að hafi komið úr þvotta- og kyndiklefanum en ekki hafi verið kveikt ljós í geymslu herberginu“ og varðandi lakið: „Kristján Viðar hélt í anna enda þess og var sá endi bundinn saman í hnút. Sævar bograði yfir hinum endanum og var að binda hann saman í hnút. Þriðji maðurinn stóð að nokkru leiti bakvið Kristján Viðar og virtist mér hann ekki aðhafast neitt sérstakt“. Þetta er mjög áhugaverð saga allt saman. Heppilegt fyrir Síðumúlagengið að fá greinargóða lýsingu á ljósum og þar með lýsingu hússins, til að sýna fram á færa leið til að þessi atburðarrás hafi getað átt sér stað og Erla hafi getað verið vitni af því sem hún er sögð hafa sagt í skýrslu þessari og hægt að sjá t.a.m. í útlínur laksins, með opinn augu en ekki lokuð eins og í draumi! Þarna á Erla að hafa tekið fram að hún hafi verið: “þess fullviss, að í lakinu var mannslíkami”. Í skýrslunni er samt tekið fram að hún hafi ekki séð hvað var í lakinu: “Ekki sá ég hvað í lakinu var,” Svo man hún eftir bleyjublett sem myndaðist á lakinu og saurlykt sem gaus upp. Svo varð Erla allt í einu kalt, fannst eins og hárið hennar væri blautt, kannski af svita [en kannski einhverju öðru? Mjög draumkennt allt saman]. Þarna er lýst að Kristján og Sævar og þriðji maður séu að bera mannslíkama í laki, og nákvæma staðsetningu á þeim þremenningum en svo virðist Erla ekki vera alveg viss hvort um draum eða veruleika var um að ræða: Skýrslan lýsir því þegar hún finnur lakið í ruslatunnunni fyrir utan húsið - lakið sem mögulega átti að vera umvafið mannslíkamanum nóttina áður. Í lakinu var linur og blautur mannasaur og blettur í lakinu á sama stað og hún hafði séð. Sama lykt gaus þá upp og nóttina áður af saurnum svo segir: “Ég held ég hafi vaknað áður en bjart var orðið, en ég hreinlega þorði ekki út fyrr. ég hugsa, að ég hafi farið út til þess að reyna ganga úr skugga um hvort það, sem ég sá um nóttina hefði verið veruleiki.” Þetta er frekar órætt allt saman og furðulegt, þá veit Erla að ef hún kemur með vitnisburð eins og þennan, þá getur hún farið að hitta dóttur sína. Það dregur auðvitað mjög úr trúverðugleika þessarar skýrslu ásamt bæði lyfjakúrnum og að hafa verið í yfirheyrslum að meðaltali tíu klukkustundir á dag, þrjá daganna á undan vegna Póstsvikamálsins. Svo klárast skýrslan á þessum lokakafla: Skýrslan hefur eftir henni að hún setti þennan atburð næturinnar ekki í samhengi við hvarf Guðmundar Einarssonar, sem hefði þá átt að vera að leita af á svipuðu tímabili en hins vegar segist Erla samt muna eftir að lýst hafi verið á sínum tíma eftir, sbr. í inngangi skýrslunnar, en það er í algjöru innra ósamræmi. Þá eiga þau Sævar aldrei að hafa minnst á þetta aftur við hvort annað skv. skýrslunni. Svo virðist hún vilja leiðrétta fyrri hluta skýrslunnar sem lýsti því hvernig Kristján Viðar hefði haldið í annan enda laksins. Nú á Erla að vera taka fram að hann Kristján hafi ekki haldið í annan enda laksins heldur hafi hann barið með krepptum hnefa í lófa sér! Svona, næstum því eins og úr lélegu kvikmyndatriði, eða hvað? Frá þessum árum allavega sem svona sýnir vondu kallana með illa svipi og svona handatök til að merkja þá rækilega sem illgjarna fanta, eða eitthvað á þá leið. En hér á Erla að vera taka þetta fram til að tala aftur um þennan dularfulla mannslíkama, væntanlega, í lakinu. Nú lá maðurinn í lakinu nefnilega á bakinu og með hnén kreppt upp að maganum, í fósturstellingu á bakinu? Rosalega er það ótrúlegt fyrir meint lík. Hvernig haldast þá fæturnir uppi að maganum eiginlega? Það er svolítið spes, en gott og vel. Erla man ekki eftir neinum bifreiðum en tekur það samt fram (af hverju myndi maður taka það fram nema að hafa sérstaklega verið spurður?) að hún hefði nú hvort eð er ekkert orðið vör við bifreið þótt bifreið hefði kannski keyrt þarna um! Lokasetning þessarar yfirheyrslu er mjög athyglisverð þar sem Erla tekur sérstaklega fram að hefði bifreið komið á stæðið og farið af því, þá hefði hún ekkert heyrt í henni. (Þannig hún var augljóslega spurð og út frá því ritað í fyrstu persónu svarið án þess þó að nein spurning komi fram í skýrslunni eða vitnisburðinum). Það atriði, að hún sé alveg til í að taka það fram, sýnir fram á, fyrir utan samvinnuþýði Erlu við að segja það sem Síðumúlagengið vildi heyra, vitneskju um efnisinntak framtíðar vitnisburðar. Það er allrar athygli vert að þetta sé sérstaklega tekið fram í skýrslunni hennar Erlu, á þessum tímapunkti, vegna þess að síðar mun vitnisburður Alberts einmitt spila sína rullu í rannsókn Síðumúlagengisins. Albert var síðar sóttur með flugi sérstaklega inní Síðumúlafangelsið sem á svo að hafa farið í tiltekinn bíltúr þarna frá Hamarsbraut 11, eins og rakið verður í kafla 1.2 í VI. grein þessarar ritraðar. Lokasetningin í skýrslu Erlu, virðist því geta verið rökstuðningur fyrir fyrirfram vitneskja Síðumúlagengis um efnisinntak úr framtíðar vitnisburði Alberts, sem þá var enn sem komið er frjáls sinna ferða og í allt öðrum landshluta. Erla skýrði frá hennar upplifun, t.a.m. í viðtali við Einar Gaut Steingrímsson, verjanda sinn í endurupptökubeiðni hennar til Hæstaréttar: Að Örn Höskuldsson, eftir játningu póstsvikanna í skýrslu í annað sinn hafi Örn beðið hana um að hinkra aðeins, „því hann vildi spyrja mig um eitthvað annað“. Og hafi spurt hana hvort hún þekkti Guðmund Einarsson, sem hún gerði en þá var það raunar annar Guðmundur. Örn hafi haldið áfram og sýnt henni mynd, þá reyndar kannaðist hún við hinn rétta Guðmund en var með honum í skólapartý hjá vinkonu sinni úr Hagaskóla. Erla man eitthvað eftir þessu andliti frá því úr teiti og heldur áfram: Erla útskýrir síðan að hún hafi ekki skilið samhengið og útskýrir hvernig einmitt „draumkennda” frásögnin er tilkomin, en hún hefði verið að segja Erni Höskuldssyni frá martröð, bókstaflegum draum sem sagt, sem hana dreymdi: Örn hafi svo leitt hana áfram með þann draum að vopni og fleiri bæst í hópinn: Eftir þetta hafi Örn gengið til hennar og tilkynnt henni að hún færi ekki út fyrr en hún myndi ná að koma með “þetta allt fram” þar sem Örn tilkynnir henni að „það er alveg ljóst að þú hefur orðið vitni að einhverju hræðilegu þessa nótt og það er svo erfitt fyrir þig að muna það að þú getur ekki framkallað það í minninu“ eins og Erla rekur orð Arnar eftir minni. Það er í raun ekki lítil hótun fyrir nýbakaða móður sem bíður eftir að komast til barns síns og úr Síðumúlafangelsinu, að þaðan færi hún bara ekki neitt „fyrr en við erum búin að fá þetta allt fram“. Erla skildi þessa afarkosti sem Örn hefði sett henni: Erla skilur það sem svo að hún þurfti að skálda sögu, um eitthvað hræðilegt. Annars færi hún ekki úr Síðumúlafangelsinu. Enda erfitt að skilja rakin samskipti á annan hátt. Erla nær að rifja upp ömurlegt augnablik sem varðar saur í ruslatunnu, sem kom svo fram í yfirheyrslu hennar einmitt þann 20. des., fyrst í lakinu og svo hafi hún séð það í öskutunnu fyrir utan. sem sagt með saurinn í lakinu: Og martröðin hafi verið notuð og svona leidd áfram af Síðumúlagenginu: þetta hafi þróast í þessa sögu undir algerri handleiðslu Síðumúlagengisins: Sem sagt minning um saur í ruslatunnu og martröð varð í sameiningu notað sem hráefnið að atburðarás um Guðmundarmálið enda hafði Örn sagt henni að hún myndi ekki fara fyrr: “héðan ferð þú ekki fyrr en við erum búnir að fá þetta allt fram”. Eins og Erla rekur afarkosti Arnar eftir minni. Sem sagt, eins og Erla útskýrir sína upplifun: “[Þ]eir vildu fá eitthvað meira fram um þessa martröð sem ég hefði fengið [...] smám saman mjakaðist yfir í að vera frásögn af atburðarás sem varð svo lögreglumorðmáli…” Þannig lýsir Erla á sannfærandi hátt hvað hafi komið til við skýrslugerð hennar þann 20. desember. Það útskýrir bæði draumkennda veruleikann sem birtist í skýrslunni og einnig nánar tilgreind nákvæmnisatriði sem ómögulegt ætti að hafa verið að rifja upp eftir svo langan tíma. Hún hafi verið leidd áfram með minningu um saur í laki og með martröð sinni, Síðumúlagengið hafi svo handleitt hana áfram með ýmsum getgátum og vangaveltum og gert nánar grein fyrir smáatriðum eins og með hvar birtan hafi borist, svona til þess að á forminu til væri skýrslan trúverðug. Að efninu til sýnir það hins vegar fram á vilja Síðumúlagengisins að toga fram þetta Guðmundarmál, á Sævar og co. af óútskýrðum ástæðum þó, þar sem hér er komið við sögu. Það sem styður trúverðugleika Erlu hvað þetta varðar er einnig sérstaklega orð Síðumúlagengis sjálfs, sem eru hvergi útskýrð nánar en koma fram í inngangi skýrslu hennar, að „Tilefni þess, að erla er mætt hér sem vitni er það, að rannsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna, að sambýlismaður Erlu geti hugsanlega verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar aðfararnótt 27. jan. 1974.“. Ef það væri rétt, að raunverulegt tilefni skýrslutöku Erlu væri að Síðumúlagengið hafi „borist það til eyrna“ að Sævar væri viðriðinn hvarf Guðmundar með saknæmum hætti, hvers vegna skrásettu þeir ekki þau meintu orð á blað? Hvers vegna var ekki tekin skýrsla af þeim aðila sem bar þau orð til þeirra eyrna? Og fyrst það hafi ekki verið gert, hvers vegna rituðu þeir ekki upplýsingaskýrslu, í það minnsta, um tilurð þess að orðin áttu að hafa ratað með einhverjum hætti til þeirra eyrna? Það er ekkert haldbært sem getur skýrt það sem þó sárlega vantar hér í samhengið, það veikir trúverðugleika Síðumúlagengisins sem hefur ekki þóst muna eftir því einu sinni (í skýrslutöku árið 2016 varðandi endurupptökuna á vegum endurupptökunefndar). Vöntun þess eðlilega samhengis sem er algjörlega óútskýrt þrátt fyrir ærið tilefni, minnkar verulega trúverðugleika Síðumúlagengis að Erla hafi „sjálfstætt“ skýrt frá í upphafs skýrslu Guðmundarmálsins á sama tíma og það styrkir frásögn Erlu í samantekt Einars Gauts á síðari stigum. Þá styrkir vitnisburður Guðbjargar frá árinu 2018, trúverðugleika Erlu varðandi þetta atriði (þar sem m.a. Sævar og Kristján eru nefndir að hafi átt að eiga aðild að morði vinkonu hennar). Þá má einnig skoða hinn falsaði aðdraganda Póstsvikamálsins, ásamt greiningu á orðalagi í úrskurði Arnar Höskuldssonar yfir þeim Sævari og Erlu til gæsluvistar, sbr. 2. kafla í IV. grein, í því ljósi að það veikir trúverðugleika Síðumúlagengisins, að það hafi bara verið að vinna í „góðri trú“, á sama tíma Þar sem bæði lýsing Erlu var í þessum kafla metin trúverðug og sömuleiðis lýsing Guðbjargar með tilgreindum rökstuðningi í fyrri grein, kafla 2.2, 2.4 og 2.5 í IV. grein, þá fær eftirfarandi skýringarmynd, tímalína frá 8.- 20. des. ’75, að notfæra sér þá lýsingu þeirra beggja á því sem raunverulega fór fram, til skýringar á tímalínunni. Vituð ér enn – eða hvat? Höfundur er laganemi.
II. Misnotkun á mannshvarfi með gervirannsókn Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 10. ágúst 2018 09:00
IV. Sköpunarsaga þjóðsögu – aðdragandi Póstsvikamálsins falsaður Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 11. mars 2024 10:30
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun