Lingard-æði í Suður-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2024 19:16 Jesse Lingard er mættur til Suður-Kóreu. MB Media/Getty Images Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer. Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer.
Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira