Þjóðarskömmin mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 08:01 Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun