Um er að ræða þá Guido Burgstaller, Marco Grull og Niklas Hedl sem allir eru leikmenn Rapid Vín. Myndbönd náðust af þeim þar sem þeir tóku þátt í að syngja hómófóbíska söngva eftir 3-0 sigur liðsins á Austria Vín í höfuðborgarslag 26. febrúar.
Eftir að myndböndum hafði verið dreift á samfélagsmiðlum báðust leikmennirnir þrír afsökunar á framferði sínu.
Það breytir því ekki að enginn þeirra er í landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Tyrklandi í vináttulandsleikjum, 23. og 26. mars. Þeir voru síðast í landsliðshópnum í október.
„[Leikmennirnir] verða að taka á þessu máli af fullri alvöru og gera sér grein fyrir því hvað það hefur í för með sér að móðga fólk opinberlega og beita það mismunun með þessum hætti. Það er eitthvað sem að ég mun aldrei líða hjá mínu liði,“ sagði Rangnick á blaðamannafundi.
Rangnick tók við landsliði Austurríkis í apríl 2022 eftir að hafa áður stýrt Manchester United til bráðabirgða. Hann kom Austurríki inn á EM sem fram fer í Þýskalandi, heimalandi Rangnicks, í sumar en þar er liðið í riðli með Frakklandi, Hollandi og þjóð sem kemst í gegnum EM-umspilið í þessum mánuði.