Er ríkissaksóknari að grínast? Viðar Hjartarson skrifar 13. mars 2024 10:31 Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun