Sýknaður af ákæru um að taka eiginkonu sína hálstaki og henda henni út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 19:05 Héraðsdómur Austurlands/Lögreglan á Austfjörðum Vísir/Jóhann Maður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru fyrir heimilisofbeldi þar sem hann var sakaður um að hafa kyrkt fyrrverandi eiginkonu sína þannig að hún var við það að missa meðvitund. Ákæran var lögð fram á hendur manninum þann ellefta september 2023. Þar er hann ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns með því að hafa að morgni til sunnudaginn þriðja júli 2022 veist að henni á sameiginlegu heimili þeirra, kyrkt hana þannig að hún var við það að missa meðvitund og kýlt hana að minnsta kosti einu sinni aftan í vinstri síðu ásamt því að hafa tekið í hönd hennar og hár og hent henni út af sameiginlegu heimili þeirra. Pakkaði dótinu hennar niður skipaði henni að fara út Í frumskýrslu lögreglu sem kom á vettvang er haft eftir brotaþola að hún hafi kvöldið áður farið í nálægan þéttbýliskjarna en komið á heimili sitt umræddan morgun. Þessa sömu nótt hafi eiginmaður hennar, hinn ákærði, verið á næturvakt en farið heim úr vinnunni um hálf fimm vegna þess að hann hafði áhyggjur af ölvunarástands hennar og ætluðu framhjáhaldi hennar. Brotaþoli skýrði frekar frá málsatvikum í kæruskýrslunni. Þar segist hún hafa farið að skemmta sér með vinum kvöldið áður og neytt áfengið en verið í samskiptum við ákærða um nóttina. Hún hafi sofið heima hjá vinafólkinu og þegar áfengisvíman hafi verið runnin af henni hafi hún farið á heimili sitt og ákærða upp úr tíu næsta morgun. Þá segir hún eiginmann sinn hafa verið „brjálaðan“ við komu sinnar vegna ætlaðs framhjáhalds hennar. Hann hafi haft um hana ljót orð og hún svarað. Hún segir einnig að þegar þetta gerðist hefði ákærði verið búinn að koma öllu dótinu hennar fyrir í plastpokum. Á einhverjum tímapunkti hafi samskipti þeirra „farið úr böndunum“ og segir hún aldrei hafa séð eiginmann sinn í slíkum ham áður. Kýld ítrekað í síðuna Í kjölfar þessa hafi eiginmaður hennar tekið hana hálstaki og hún hafi verið við það að missa meðvitund þegar hann sleppt itakinu. Hún hafi reynt að öskra til að ná athygli einhvers íbúa í fjölbýlishúsinu sem þau áttu heima í en hann hafi þá tekið hana hálstaki á ný. Þegar hún var endanlega laus úr hálstaki ákærða byrjað hún að bera pokana með dótinu sínu fram á stigaganginn en þá hafi eiginmaður hennar komið þar að henni og kýlt hana í vinstri síðuna, hún hafi misst máttinn í vinstri fætinum og í framhaldi af því fallið á hnén. Þá hafi ákærði kýlt hana aftur í sömu síðuna en aðeins lausar. Brotaþoli hafi þá komist inn í íbúð á fyrstu hæðinni til nágranna þar sem hún bað húsráðendur að hringja í lögreglu og sjúkralið. Fallið á áfengisbindindi Hinn ákærði hélt því fram að hann hafi verið í símasamskiptum við brotaþola um nóttina en í þeim hafi hann komist að því að hún hefði fallið á nokkurra ára áfengisbindindi sínu. Hann hafi reynt að fá hana til að koma heim en hún hafi þá haft illmælgi í hans garð og loks hætt að svara í símann. Hann hafi orðið miður sín en í kjölfarið hætt á næturvaktinni sinni og farið heim til þeirra. Hann hafi loksins náð sambandi við brotaþola stuttu fyrir tíu næsta morgun og þau hafi rifist. Hinn ákærði skýrði frá því við yfirheyrslu lögreglu að brotaþoli hafi komið heim þennan morguninn mjög ölvuð. Hann hafi skipað henni að fara úr íbúðinni og að hún hafi þá lamið hann í hnakkann og hálsinn með hárbursta. Hann sneri sér við um leið og sló hárburstann úr hendi brotaþola, síðan tók hann undir hönd hennar og setti hana aftur fyrir bak. Svo kastaði hann henni af öllu afli út úr íbúðinni þannig að hún hafnaði á stigahandriðinu. Kröfum brotaþola vísað frá Það var niðurstaða dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á, gegn staðfastri neitun ákærða, að hann hafi brotið gegn brotaþola á þann hátt sem ákæruvaldið hélt fram. Því beri að sýkna ákærða af sakaratriðum málsins. Brotaþoli fór fram á að ákærða yrði gert að greiða henni skaða- og miskabætur sem námu sjöhundruð þúsund krónum með vöxtum. Auk þess krafðist hún að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hinn ákærði var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður verður greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða upp á 1289600 krónur og ferðakostnaður. Einnig þóknun réttargæslumanns brotaþola upp á 644800 krónur. Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Ákæran var lögð fram á hendur manninum þann ellefta september 2023. Þar er hann ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns með því að hafa að morgni til sunnudaginn þriðja júli 2022 veist að henni á sameiginlegu heimili þeirra, kyrkt hana þannig að hún var við það að missa meðvitund og kýlt hana að minnsta kosti einu sinni aftan í vinstri síðu ásamt því að hafa tekið í hönd hennar og hár og hent henni út af sameiginlegu heimili þeirra. Pakkaði dótinu hennar niður skipaði henni að fara út Í frumskýrslu lögreglu sem kom á vettvang er haft eftir brotaþola að hún hafi kvöldið áður farið í nálægan þéttbýliskjarna en komið á heimili sitt umræddan morgun. Þessa sömu nótt hafi eiginmaður hennar, hinn ákærði, verið á næturvakt en farið heim úr vinnunni um hálf fimm vegna þess að hann hafði áhyggjur af ölvunarástands hennar og ætluðu framhjáhaldi hennar. Brotaþoli skýrði frekar frá málsatvikum í kæruskýrslunni. Þar segist hún hafa farið að skemmta sér með vinum kvöldið áður og neytt áfengið en verið í samskiptum við ákærða um nóttina. Hún hafi sofið heima hjá vinafólkinu og þegar áfengisvíman hafi verið runnin af henni hafi hún farið á heimili sitt og ákærða upp úr tíu næsta morgun. Þá segir hún eiginmann sinn hafa verið „brjálaðan“ við komu sinnar vegna ætlaðs framhjáhalds hennar. Hann hafi haft um hana ljót orð og hún svarað. Hún segir einnig að þegar þetta gerðist hefði ákærði verið búinn að koma öllu dótinu hennar fyrir í plastpokum. Á einhverjum tímapunkti hafi samskipti þeirra „farið úr böndunum“ og segir hún aldrei hafa séð eiginmann sinn í slíkum ham áður. Kýld ítrekað í síðuna Í kjölfar þessa hafi eiginmaður hennar tekið hana hálstaki og hún hafi verið við það að missa meðvitund þegar hann sleppt itakinu. Hún hafi reynt að öskra til að ná athygli einhvers íbúa í fjölbýlishúsinu sem þau áttu heima í en hann hafi þá tekið hana hálstaki á ný. Þegar hún var endanlega laus úr hálstaki ákærða byrjað hún að bera pokana með dótinu sínu fram á stigaganginn en þá hafi eiginmaður hennar komið þar að henni og kýlt hana í vinstri síðuna, hún hafi misst máttinn í vinstri fætinum og í framhaldi af því fallið á hnén. Þá hafi ákærði kýlt hana aftur í sömu síðuna en aðeins lausar. Brotaþoli hafi þá komist inn í íbúð á fyrstu hæðinni til nágranna þar sem hún bað húsráðendur að hringja í lögreglu og sjúkralið. Fallið á áfengisbindindi Hinn ákærði hélt því fram að hann hafi verið í símasamskiptum við brotaþola um nóttina en í þeim hafi hann komist að því að hún hefði fallið á nokkurra ára áfengisbindindi sínu. Hann hafi reynt að fá hana til að koma heim en hún hafi þá haft illmælgi í hans garð og loks hætt að svara í símann. Hann hafi orðið miður sín en í kjölfarið hætt á næturvaktinni sinni og farið heim til þeirra. Hann hafi loksins náð sambandi við brotaþola stuttu fyrir tíu næsta morgun og þau hafi rifist. Hinn ákærði skýrði frá því við yfirheyrslu lögreglu að brotaþoli hafi komið heim þennan morguninn mjög ölvuð. Hann hafi skipað henni að fara úr íbúðinni og að hún hafi þá lamið hann í hnakkann og hálsinn með hárbursta. Hann sneri sér við um leið og sló hárburstann úr hendi brotaþola, síðan tók hann undir hönd hennar og setti hana aftur fyrir bak. Svo kastaði hann henni af öllu afli út úr íbúðinni þannig að hún hafnaði á stigahandriðinu. Kröfum brotaþola vísað frá Það var niðurstaða dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á, gegn staðfastri neitun ákærða, að hann hafi brotið gegn brotaþola á þann hátt sem ákæruvaldið hélt fram. Því beri að sýkna ákærða af sakaratriðum málsins. Brotaþoli fór fram á að ákærða yrði gert að greiða henni skaða- og miskabætur sem námu sjöhundruð þúsund krónum með vöxtum. Auk þess krafðist hún að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hinn ákærði var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður verður greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða upp á 1289600 krónur og ferðakostnaður. Einnig þóknun réttargæslumanns brotaþola upp á 644800 krónur.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira