Vöruð við því strax í upphafi að hún ætti ekki séns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 14:23 Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag. Þóra, sem starfar nú sem samskiptastjóri Landsvirkjunar, á langan feril að baki í fjölmiðlum og starfaði á Ríkisútvarpinu þegar hún bauð sig fram til forseta vorið 2012. Auk hennar og Ólafs Ragnars voru fjórir í framboði en Þóra var frambjóðandinn sem veitti Ólafi Ragnari hvað harðasta samkeppni. Hann fékk tæp 53 prósent atkvæða í kosningunum en hún 33 prósent. Þóra segist ekki sjá eftir neinu varðandi framboðið. „Ég gat ekki gert sjálfri mér það að vera stöðugt að hugsa um eitthvað sem ég sæi eftir og það var mér mikið kappsmál að fara aldrei fram úr mér að því leyti,“ segir Þóra. „Auðvitað naut ég þess líka að það var fólk sem vildi bara alls ekki kjósa sitjandi forseta og studdi þar með þann kandídat sem var líklegastur til að velgja honum undir uggum.“ Þannig að það er að heyra að það hafi ekki verið mikið högg fyrir þig að tapa? „Nei, ég gerði aldrei ráð fyrir því að vinna. Og mér var alveg sagt það í upphafi af fólki sem þekkti til hans [Ólafs Ragnars] að hann myndi aldrei láta það gerast. Enda gerðist það ekki.“ Brot úr viðtalinu við Þóru má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Andrés Jónsson almannatengil, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ísland í dag Tengdar fréttir Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Sjá meira
Þóra, sem starfar nú sem samskiptastjóri Landsvirkjunar, á langan feril að baki í fjölmiðlum og starfaði á Ríkisútvarpinu þegar hún bauð sig fram til forseta vorið 2012. Auk hennar og Ólafs Ragnars voru fjórir í framboði en Þóra var frambjóðandinn sem veitti Ólafi Ragnari hvað harðasta samkeppni. Hann fékk tæp 53 prósent atkvæða í kosningunum en hún 33 prósent. Þóra segist ekki sjá eftir neinu varðandi framboðið. „Ég gat ekki gert sjálfri mér það að vera stöðugt að hugsa um eitthvað sem ég sæi eftir og það var mér mikið kappsmál að fara aldrei fram úr mér að því leyti,“ segir Þóra. „Auðvitað naut ég þess líka að það var fólk sem vildi bara alls ekki kjósa sitjandi forseta og studdi þar með þann kandídat sem var líklegastur til að velgja honum undir uggum.“ Þannig að það er að heyra að það hafi ekki verið mikið högg fyrir þig að tapa? „Nei, ég gerði aldrei ráð fyrir því að vinna. Og mér var alveg sagt það í upphafi af fólki sem þekkti til hans [Ólafs Ragnars] að hann myndi aldrei láta það gerast. Enda gerðist það ekki.“ Brot úr viðtalinu við Þóru má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Andrés Jónsson almannatengil, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ísland í dag Tengdar fréttir Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Sjá meira
Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53