Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:00 Dani Koljanin og Arnór Hermannsson í bolunum sem seldir verða á staðnum til styrktar Píeta. Gunnar Sverrisson Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld. KR Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
KR Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira