Sorgardagur í Odessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 21:27 Ljósmyndin sem var dreift af úkraínskum stjórnvöldum er sögð sýna viðbragðsaðila á vettvangi árásarinnar í Odessa. AP/Úkraínsk stjórnvöld Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00