Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 23:32 Mike Pence telst ekki lengur einn dyggasti bandamaður Trumps. AP/Alex Brandon Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46