Mikilvægt og valdeflandi að fylgjast með tíðahringnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 15:01 Smáforritið She Sleep hefur verið lengi í vinnslu en að sögn Erlu er um að ræða heildræna lausn sem á að mæta lausnum allra kvenna. Vísir/Vilhelm Doktor í svefnrannsóknum segir svefnleysi fjörutíu prósent algengara hjá konum en körlum. Það sé mikilvægt og valdeflandi að fylgjast með tíðahringnum og þeim hormónasveiflum sem konur fari í gegnum í hverjum mánuði. Hún ætlar sér langt með nýútkomið smáforrit sem einblínir á svenheilsu kvenna. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum var gestur í Bakarínu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um She Sleep, nýútkomið svefn-smáforrit sem er hannað fyrir konur og þar af leiðandi sniðið að þeirra þörfum. Aðspurð hvers vegna forritið sé aðeins fyrir konur segir Erla að í fyrsta lagi sé svefnleysi fjörutíu prósent algengara hjá konum en körlum. „Hormónar, streita, tíðahringurinn, meðganga, barneignir, breytingaskeið, þetta eru allt mjög stórir þættir sem hafa mikil áhrif á svefn. Það þarf bara að koma með lausnir sem taka mið af þessum þáttum, það er ekkert eðlilegt að sjötíu prósent kvenna á breytingarskeiðinu sofi illa.“ Svefn og svefnleysi eru þekkt vandamál kvenna á breytingarskeiðinu og Erla segir að vissulega geti hormónagjöf stundum hjálpað. En fyrir yngri konur sé mikilvægt að þekkja tíðahringinn sinn og þær hormónasveiflur sem þær fari í gegnum í hverjum einasta mánuði. Þetta hefur svo mikil áhrif, bæði á svefn, orku, líðan, sjálfstraust, kynhvöt, bara alla þætti í okkar lífi. „Það er bara ótrúlega valdeflandi að þekkja sinn tíðahring og að sýna sér sjálfsmildi á þeim tíma þegar þarf að gera það, og eins og nýta orkuna þegar hún er í hámarki.“ Erla bendir á að rannsóknir á svefni og heilsu almennt í gegnum tíðina hafi yfirleitt verið framkvæmdar af karlmönnum. „Þeir hafa haft meiri áhuga á að rannsaka hrotur, kæfisvefn og aðra þætti, en minna verið að skoða breytingarskeið og hormóna. En þetta er sem betur fer að breytast og það er orðin mikil vitundarvakning, bæði um svefn og kvenheilsu. En það er í raun og veru ótrúlegt hvað er lítið rannsakað um hormóna, breytingaskeið og svefn.“ Líðan þegar við vöknum besti mælikvarðinn á gæði svefnsins Smáforritið She-Sleep hefur verið lengi í vinnslu en Erla segir að um sé að ræða heildræna lausn sem eigi að mæta lausnum allra kvenna. „Allt frá konum sem hafa einfaldlega áhuga á svefni og vilja fylgjast með eigin svefnmynstri, fræðast um svefn, fylgjast með tíðahringnum sínum og sjá áhrif hormóna á svefn og líðan, alveg upp í það að mæta konum með svefnvanda. Við erum með svefnmeðferð í appinu, hugræna atferlismeðferð við svefnleysi. Sex vikna meðferð sem konur geta farið í gegnum.“ Forritið er einstakt að því leiti að konur geta tengst svefnráðgjafa beint í gegnum myndsímtal ef þær þurfa einstaklingsmiðaða ráðgjöf. SheSleep Þá geta konur tengst beint í gegnum myndsímtal við svefnráðgjafa ef þær þurfa einstaklingsmiðaða ráðgjöf. „Þetta er alveg fyrsta sinnar tegundar í heiminum, að vera með þessa heildrænu lausn sem einmitt bíður líka upp á slökun, yoga nidra og alla þessa þætti.“ Hægt er að tengja tæki eins snjallhring eða úr við forritið en eins geta konur svarað spurningum og stjórnað því sjálfar. „Mikilvægasti mælikvarðinn á hvernig við sofum er hvernig okkur líður þegar við vöknum,“ segir Erla. „Við eigum að byrja á að spyrja okkur að því, áður en við kíkjum á símann eða einhverja mælingu. Þessi tæki eru misgóð og þau mæla ekki okkar upplifun og okkar líðan.“ Stundum getur þetta snúist upp í andhverfu sína og fólk fer að hafa of miklar áhyggjur af svefninum út frá mælingum. En fyrir suma er þetta jákvætt og hvetjandi. Erla segir þau sem standa að forritinu ætla sér stóra hluti og planið sé að kynna það um allan heim. „Þetta er ákveðin bylting sem við viljum taka langt. Það er mjög hátt hlutfall af konum sem nota svefnlyf á breytingarskeiðinu. Við vitum að fólk ætti ekki að nota svefnlyf lengur en í fjórar vikur í senn. Ef þau eru notuð lengur en það fara þau að hafa allskonar skaðleg áhrif. Við viljum ýta undir lyfjalausar lausnir og vinna að rót vandans.“ Svefn Heilsa Tækni Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum var gestur í Bakarínu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um She Sleep, nýútkomið svefn-smáforrit sem er hannað fyrir konur og þar af leiðandi sniðið að þeirra þörfum. Aðspurð hvers vegna forritið sé aðeins fyrir konur segir Erla að í fyrsta lagi sé svefnleysi fjörutíu prósent algengara hjá konum en körlum. „Hormónar, streita, tíðahringurinn, meðganga, barneignir, breytingaskeið, þetta eru allt mjög stórir þættir sem hafa mikil áhrif á svefn. Það þarf bara að koma með lausnir sem taka mið af þessum þáttum, það er ekkert eðlilegt að sjötíu prósent kvenna á breytingarskeiðinu sofi illa.“ Svefn og svefnleysi eru þekkt vandamál kvenna á breytingarskeiðinu og Erla segir að vissulega geti hormónagjöf stundum hjálpað. En fyrir yngri konur sé mikilvægt að þekkja tíðahringinn sinn og þær hormónasveiflur sem þær fari í gegnum í hverjum einasta mánuði. Þetta hefur svo mikil áhrif, bæði á svefn, orku, líðan, sjálfstraust, kynhvöt, bara alla þætti í okkar lífi. „Það er bara ótrúlega valdeflandi að þekkja sinn tíðahring og að sýna sér sjálfsmildi á þeim tíma þegar þarf að gera það, og eins og nýta orkuna þegar hún er í hámarki.“ Erla bendir á að rannsóknir á svefni og heilsu almennt í gegnum tíðina hafi yfirleitt verið framkvæmdar af karlmönnum. „Þeir hafa haft meiri áhuga á að rannsaka hrotur, kæfisvefn og aðra þætti, en minna verið að skoða breytingarskeið og hormóna. En þetta er sem betur fer að breytast og það er orðin mikil vitundarvakning, bæði um svefn og kvenheilsu. En það er í raun og veru ótrúlegt hvað er lítið rannsakað um hormóna, breytingaskeið og svefn.“ Líðan þegar við vöknum besti mælikvarðinn á gæði svefnsins Smáforritið She-Sleep hefur verið lengi í vinnslu en Erla segir að um sé að ræða heildræna lausn sem eigi að mæta lausnum allra kvenna. „Allt frá konum sem hafa einfaldlega áhuga á svefni og vilja fylgjast með eigin svefnmynstri, fræðast um svefn, fylgjast með tíðahringnum sínum og sjá áhrif hormóna á svefn og líðan, alveg upp í það að mæta konum með svefnvanda. Við erum með svefnmeðferð í appinu, hugræna atferlismeðferð við svefnleysi. Sex vikna meðferð sem konur geta farið í gegnum.“ Forritið er einstakt að því leiti að konur geta tengst svefnráðgjafa beint í gegnum myndsímtal ef þær þurfa einstaklingsmiðaða ráðgjöf. SheSleep Þá geta konur tengst beint í gegnum myndsímtal við svefnráðgjafa ef þær þurfa einstaklingsmiðaða ráðgjöf. „Þetta er alveg fyrsta sinnar tegundar í heiminum, að vera með þessa heildrænu lausn sem einmitt bíður líka upp á slökun, yoga nidra og alla þessa þætti.“ Hægt er að tengja tæki eins snjallhring eða úr við forritið en eins geta konur svarað spurningum og stjórnað því sjálfar. „Mikilvægasti mælikvarðinn á hvernig við sofum er hvernig okkur líður þegar við vöknum,“ segir Erla. „Við eigum að byrja á að spyrja okkur að því, áður en við kíkjum á símann eða einhverja mælingu. Þessi tæki eru misgóð og þau mæla ekki okkar upplifun og okkar líðan.“ Stundum getur þetta snúist upp í andhverfu sína og fólk fer að hafa of miklar áhyggjur af svefninum út frá mælingum. En fyrir suma er þetta jákvætt og hvetjandi. Erla segir þau sem standa að forritinu ætla sér stóra hluti og planið sé að kynna það um allan heim. „Þetta er ákveðin bylting sem við viljum taka langt. Það er mjög hátt hlutfall af konum sem nota svefnlyf á breytingarskeiðinu. Við vitum að fólk ætti ekki að nota svefnlyf lengur en í fjórar vikur í senn. Ef þau eru notuð lengur en það fara þau að hafa allskonar skaðleg áhrif. Við viljum ýta undir lyfjalausar lausnir og vinna að rót vandans.“
Svefn Heilsa Tækni Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira