Innlent

Eld­gos, inn­flytj­endur og Grinda­vík í Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Eldgosið á Reykjanesi verður til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson ræðir fyrst við þá Ara Trausta og Pál Einarsson, jarðvísindamenn.

Síðan ræðir hann við Víði Reynisson frá Almannavörnum og fleiri um eldgosið.

Eftir klukkan ellefu verða innflytjendamálin tekin fyrir. Þá mæta þau Guðmundur Andri Thorsson, Margrét Valdimarsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir.

Í lok þáttar verður svo farið yfir málefni Grindavíkur, stöðuna þar og framtíðina. Þá ræðir Kristján við Vilhjálm Árnason, íbúa og alþingismann.

Sprengisandur hefst að loknum tíufréttum á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×