Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 23:23 Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um langvarandi stuðning við Úkraínu á þingfundi í dag. Vísir/Arnar Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi í dag. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa. „Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra úr framsöguræðu hans á vef Stjórnaráðsins. Stuðningur rökréttur í ljósi hagsmuna Íslands Þar segir að íslenskur stuðningur við öryggi og sjálfstæði Úkraínu væri þannig rökréttur í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á.Með stefnunni sé markmiðið að Ísland styðji við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu. Hún byggi á fimm meginþáttum, öflugu tvíhliða samstarfi, virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, öflugum stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjónustu og efnahags á meðan á átökum stendur og endurreisn og uppbyggingu eftir að þeim lýkur. Almenn sátt um stuðning upp á milljarða króna „Aldrei áður höfum við stutt með svo beinum hætti við varnir annars lands og það sem meira er, það hefur ríkt almenn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar. Það er enda augljóst að án varna er með öllu óþarft að leggja til fjármuni til enduruppbyggingar og viðhalds úkraínsks samfélags. Fái innrásarliðið sínu framgengt mun Úkraína heyra sögunni til,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemi 5,7 milljörðum íslenskra króna, sem runnið hafi til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
„Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra úr framsöguræðu hans á vef Stjórnaráðsins. Stuðningur rökréttur í ljósi hagsmuna Íslands Þar segir að íslenskur stuðningur við öryggi og sjálfstæði Úkraínu væri þannig rökréttur í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á.Með stefnunni sé markmiðið að Ísland styðji við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu. Hún byggi á fimm meginþáttum, öflugu tvíhliða samstarfi, virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, öflugum stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjónustu og efnahags á meðan á átökum stendur og endurreisn og uppbyggingu eftir að þeim lýkur. Almenn sátt um stuðning upp á milljarða króna „Aldrei áður höfum við stutt með svo beinum hætti við varnir annars lands og það sem meira er, það hefur ríkt almenn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar. Það er enda augljóst að án varna er með öllu óþarft að leggja til fjármuni til enduruppbyggingar og viðhalds úkraínsks samfélags. Fái innrásarliðið sínu framgengt mun Úkraína heyra sögunni til,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemi 5,7 milljörðum íslenskra króna, sem runnið hafi til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira