„Þessi stundvísi svelgur mætti 14. mars, allir í sæluvímu með hana,“ skrifar parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Þar má sjá fallegar myndir af fjölskyldunni með nýjustu viðbótina.
Fyrir á Björgólfur eina dóttur. Björgólfur og Sólveig hafa verið par í þrjú ár.
Björt og sjarmerandi hæð
„Íbúð til sölu á bezta stað í Vesturbæ,“ skrifar Sólveig og deilir fasteignauglýsingunni á Facebooksíðu sinni. Um er að ræða 48 fermetra hæð með sérinngangi í gömlu timburhúsi við Bræðraborgarstíg 21 í miðbæ Reykjavíkur.

Húsið var byggt árið 1905 en hefur fengið gott viðhald en heldur í sinn upprunalega sjarma. Ásett verð er 56,5 milljónir.
Eignin samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, í samliggjandi björtu rými, baðherbergi og eitt svefnherbergi. Í kjallara er stór sérgeymsla sem ekki er í birtum fermetrafjölda og sameiginlegt þvottahús.
Við húsið er skjólgóður garður og timburpallur. Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






