Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögregla haldi fólki ekki lengur en nauðsynlegt þyki og því hafi einn verið látinn laus í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Tveir voru látnir lausir í gær af sömu ástæðum.
Grímur segir að nú séu þrír í gæsluvarðhaldi en þeir sem látnir hafa verið lausir séu enn með réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann vill ekkert gefa upp um það hverjum hefur verið sleppt.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er athafnamaðurinn Davíð Viðarsson enn í gæsluvarðhaldi.