Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 18:45 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. Greint var frá því í dag að starfsmaður Bláa lónsins hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna gasmengunar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að veikindi mannsins séu rakin til gasmengunar en töluvert magn brennisteinsdíoxíðs hafi mælst í lofti víða á Reykjanesi í gær. Starfsmaðurinn hafi verið við vinnu utandyra í nágrenni lónsins á gröfu. Bláa Lónið hafi verið lokað frá því að síðasta gos hófst og því hafi engir gestir verið á svæðinu. „Svo virðist sem gasmengun hafi slegið niður á svæðinu sem unnið var á. Þegar veikindi mannsins komu upp var honum ekið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Að lokinni skoðun fékk hann að fara heim og er hann nú á batavegi.“ Enginn mælir á svæðinu Öryggisverðir í Bláa Lóninu beri gasmæla og fylgst sé með loftgæðum í kringum lónið. Þá séu staðbundnir gasmælar á nokkrum stöðum í Bláa Lóninu, bæði innandyra og utandyra. Enginn slíkur mælir hafi þó verið á því svæði sem starfsmaðurinn var við störf á í gær. Brugðist hafi verið við málinu um leið og það kom upp. Lögreglan og Vinnueftirlitið séu upplýst um málið og þegar hafi verið óskað eftir samstarfi við Veðurstofu Íslands um frekari uppsetningu mælabúnaðar á athafnasvæði Bláa Lónsins í Svartsengi til að geta fylgst nánar með loftgæðum. Sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu leiði þá vinnu. Þakklát fyrir að ekki fór verr „Okkur er auðvitað brugðið vegna þessa atviks og við tökum það mjög alvarlega. Við erum í góðu sambandi við starfsmanninn sem um ræðir og við erum mjög þakklát fyrir að þetta fór ekki verr. Sömuleiðis viljum þakka þeim starfsmönnum okkar sem brugðust hratt og vel við,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Greint var frá því í dag að starfsmaður Bláa lónsins hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna gasmengunar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að veikindi mannsins séu rakin til gasmengunar en töluvert magn brennisteinsdíoxíðs hafi mælst í lofti víða á Reykjanesi í gær. Starfsmaðurinn hafi verið við vinnu utandyra í nágrenni lónsins á gröfu. Bláa Lónið hafi verið lokað frá því að síðasta gos hófst og því hafi engir gestir verið á svæðinu. „Svo virðist sem gasmengun hafi slegið niður á svæðinu sem unnið var á. Þegar veikindi mannsins komu upp var honum ekið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Að lokinni skoðun fékk hann að fara heim og er hann nú á batavegi.“ Enginn mælir á svæðinu Öryggisverðir í Bláa Lóninu beri gasmæla og fylgst sé með loftgæðum í kringum lónið. Þá séu staðbundnir gasmælar á nokkrum stöðum í Bláa Lóninu, bæði innandyra og utandyra. Enginn slíkur mælir hafi þó verið á því svæði sem starfsmaðurinn var við störf á í gær. Brugðist hafi verið við málinu um leið og það kom upp. Lögreglan og Vinnueftirlitið séu upplýst um málið og þegar hafi verið óskað eftir samstarfi við Veðurstofu Íslands um frekari uppsetningu mælabúnaðar á athafnasvæði Bláa Lónsins í Svartsengi til að geta fylgst nánar með loftgæðum. Sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu leiði þá vinnu. Þakklát fyrir að ekki fór verr „Okkur er auðvitað brugðið vegna þessa atviks og við tökum það mjög alvarlega. Við erum í góðu sambandi við starfsmanninn sem um ræðir og við erum mjög þakklát fyrir að þetta fór ekki verr. Sömuleiðis viljum þakka þeim starfsmönnum okkar sem brugðust hratt og vel við,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira