Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 18:45 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. Greint var frá því í dag að starfsmaður Bláa lónsins hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna gasmengunar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að veikindi mannsins séu rakin til gasmengunar en töluvert magn brennisteinsdíoxíðs hafi mælst í lofti víða á Reykjanesi í gær. Starfsmaðurinn hafi verið við vinnu utandyra í nágrenni lónsins á gröfu. Bláa Lónið hafi verið lokað frá því að síðasta gos hófst og því hafi engir gestir verið á svæðinu. „Svo virðist sem gasmengun hafi slegið niður á svæðinu sem unnið var á. Þegar veikindi mannsins komu upp var honum ekið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Að lokinni skoðun fékk hann að fara heim og er hann nú á batavegi.“ Enginn mælir á svæðinu Öryggisverðir í Bláa Lóninu beri gasmæla og fylgst sé með loftgæðum í kringum lónið. Þá séu staðbundnir gasmælar á nokkrum stöðum í Bláa Lóninu, bæði innandyra og utandyra. Enginn slíkur mælir hafi þó verið á því svæði sem starfsmaðurinn var við störf á í gær. Brugðist hafi verið við málinu um leið og það kom upp. Lögreglan og Vinnueftirlitið séu upplýst um málið og þegar hafi verið óskað eftir samstarfi við Veðurstofu Íslands um frekari uppsetningu mælabúnaðar á athafnasvæði Bláa Lónsins í Svartsengi til að geta fylgst nánar með loftgæðum. Sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu leiði þá vinnu. Þakklát fyrir að ekki fór verr „Okkur er auðvitað brugðið vegna þessa atviks og við tökum það mjög alvarlega. Við erum í góðu sambandi við starfsmanninn sem um ræðir og við erum mjög þakklát fyrir að þetta fór ekki verr. Sömuleiðis viljum þakka þeim starfsmönnum okkar sem brugðust hratt og vel við,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Greint var frá því í dag að starfsmaður Bláa lónsins hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna gasmengunar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að veikindi mannsins séu rakin til gasmengunar en töluvert magn brennisteinsdíoxíðs hafi mælst í lofti víða á Reykjanesi í gær. Starfsmaðurinn hafi verið við vinnu utandyra í nágrenni lónsins á gröfu. Bláa Lónið hafi verið lokað frá því að síðasta gos hófst og því hafi engir gestir verið á svæðinu. „Svo virðist sem gasmengun hafi slegið niður á svæðinu sem unnið var á. Þegar veikindi mannsins komu upp var honum ekið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Að lokinni skoðun fékk hann að fara heim og er hann nú á batavegi.“ Enginn mælir á svæðinu Öryggisverðir í Bláa Lóninu beri gasmæla og fylgst sé með loftgæðum í kringum lónið. Þá séu staðbundnir gasmælar á nokkrum stöðum í Bláa Lóninu, bæði innandyra og utandyra. Enginn slíkur mælir hafi þó verið á því svæði sem starfsmaðurinn var við störf á í gær. Brugðist hafi verið við málinu um leið og það kom upp. Lögreglan og Vinnueftirlitið séu upplýst um málið og þegar hafi verið óskað eftir samstarfi við Veðurstofu Íslands um frekari uppsetningu mælabúnaðar á athafnasvæði Bláa Lónsins í Svartsengi til að geta fylgst nánar með loftgæðum. Sérfræðingar frá verkfræðistofunni Eflu leiði þá vinnu. Þakklát fyrir að ekki fór verr „Okkur er auðvitað brugðið vegna þessa atviks og við tökum það mjög alvarlega. Við erum í góðu sambandi við starfsmanninn sem um ræðir og við erum mjög þakklát fyrir að þetta fór ekki verr. Sömuleiðis viljum þakka þeim starfsmönnum okkar sem brugðust hratt og vel við,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent