Dauðadómur landbúnaðar á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 22. mars 2024 08:31 Alþingi Íslendinga dæmdi íslenskan landbúnað til dauða í dag. Það var gert með því að koma á einokunarkerfi á Íslandi í allri framleiðslu á matvælum á Íslandi. Núna er mjólkin undanþegin samkeppnislögum og í raun, öllum markaðslögmálum og núna er komið að allri kjötframleiðslu á Íslandi. Undanþága vegna mjólkurframleiðslu frá samkeppnislögum hefur verið hörmung á Íslandi og þá sérstaklega fyrir kúabændur sem framleiða mjólkina. Þar sem þeir verða að sætta sig við það verð sem Kaupfélag Skagfirðinga, sem á Mjólkursamsöluna (kallast MS í dag) ákveður að borga þeim. Framsóknarlegur innviðaráðherra laug á Alþingi í þessum umræðum um að þetta væri raunin á hinum Norðurlöndunum, eins og er vitað í hérna á Rúv. Enda veit hann að afleiðingarnar fyrir hann verða engar, enda er hann ekkert eini lygarinn á Alþingi Íslendinga. „Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að með þessum breytingum væri verið að færa löggjöfina nær því sem tíðkaðist í öðrum norrænum ríkjum. Mjólkuriðnaðurinn hefði fengið álíka undanþágu árið 2004.“Kjötafurðastöðvar fá undanþágu frá samkeppnislögum – Rúv 21. mars 2024. Á Norðurlöndunum eru sterk samkeppnislög sem varða kjötvinnslur, mjólkurvinnslu og sölu á landbúnaðarvörum. Svona einokun eins og er á Íslandi er einfaldlega ekki samþykkt á Norðurlöndunum eða innan Evrópusambandsins og ætti ekki að vera samþykkt af almenningi eða nokkrum stjórnmálaflokki á Íslandi, enda er þetta spilling, þetta er ekkert annað og veður ekkert annað en gjörspilling. Þeir einu sem græða á þessu eru kjötvinnslur og eigendur þeirra sem fá núna að sameinast í eina stjóra kjötvinnslu sem mun stjórna öllum markaðinum og munu komast upp með það að borga ekki neitt fyrir vöruna til bænda og rukka almenning hámarksverð á sama tíma út í búð. Þetta mál hefði aldrei átt að verða að lögum. Það átt heima í pappírtætara á skrifstofu inni á Alþingi. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld komast upp með þessa glæpastarfsemi gagnvart bændum og almenningi er vegna þess að landbúnaður er ekki hluti af EES samningum og ekki hluti af EFTA samningum (sem eru fyrir fyrirtæki). Þetta er engu að síður skaðlegt fyrir íslenskan landbúnað. Þar sem ljóst er að verð mun hækka, gæði munu versna. Þetta mun einnig setja útflutning (þann litla sem er) á íslenskum landbúnaðarvörum í hættu. Enda munu fá fyrirtæki innan Evrópusambandsins hætta á það að versla við einokunarbatterí á Íslandi til þess að selja nokkur þúsund lambalæri frá Íslandi. Framleiðsla á öðru kjöti dugar varla fyrir innlendan markað, því er svo til enginn útflutningur á því en það sama gildir. Bændasamtök Íslands eru einnig sek í þessu máli, enda er þetta komið að mestu leiti frá þeim og þau styðja þessa breytingu. Það er kaldhæðni að þau eru núna í markaðsátakinu „enginn bóndi, enginn matur“ á sama tíma og þau sjá til þess að bændum verður útrýmt á Íslandi með öllu með þessari lagabreytingu. Sjá tilkynningu frá þeim hérna, „Yfirlýsing – frumvarp um framleiðendafélög“ (bondi.is 21. mars 2024). Þessi lög, eins og ég nefni hérna að ofan eru ekki að neinu leiti að sinna hagsmunum þeirra sem framleiða vöruna og þeirra sem neyta vörunnar. Þessi lög eru eingöngu sett til þess að þjónusta milliliði á Íslandi, sem eru þessar kjötafurðarstöðvar (sem eru einnig sláturhúsin innan þessa ramma). Ferill málsins á Alþingi bendir einnig sterklega til þess að hagsmunir hagsmunaaðila hafi verið hafðir að leiðarljósi en ekki hagsmunir almennings. Þar sem neikvæðar umsagnir um þessa lagabreytingu voru hafðar að engu þegar þessi lög voru samin og þær umsagnir sem komu inn í samráðsgátt stjórnvalda voru hafðar að engu. Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð, það kemur lítið á óvart, þar sem spilling hefur aldrei vönduð vinnubrögð. Ef Íslendingum finnst verð á lambakjöti hátt núna. Þá munu þeir þurfa að sætta sig við tugþúsunda hækkun á lambakjöti (og öðru kjöti) á næstu mánuðum eftir því sem áhrif þessara ólaga munu koma fram. Ég er ekki viss um að Íslendingar muni hafa efni á því að kaupa kjöt þegar áhrifin verða að fullu kominn fram eftir nokkur ár. Kjötvara verður dýr lúxusvara á Íslandi þegar áhrifin af þessum ólögum verða að fullu kominn fram. Þetta mun einnig búa til stórfelldan svartan markað með kjötvörur á Íslandi sem mun verða hættulegt heilsu fólks. Það er hratt verið að færa Ísland aftur til ársins 1960 til 1990 með þessum lagabreytingum og þær eru og verða aldrei til góða. Það er vonandi að Forseti Íslands neiti að skrifa undir þessi ólög og vísi þeim í þjóðaratkvæði, þar sem íslenska þjóðin getur þá hafnað þeim í eitt skipti fyrir öll. Þar sem þetta er eina hlutverk Forseta Íslands og það er komin þörf á því að það sé notað, þar sem íslenskum stjórnmálamönnum er augljóslega ekki treystandi til að gera það sem er rétt. Höfundur er rithöfundur og baráttumaður fyrir opnum, réttlátum samkeppnismarkaði í framleiðslu, þjónustu og sölu á vörum til almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Jón Frímann Jónsson Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga dæmdi íslenskan landbúnað til dauða í dag. Það var gert með því að koma á einokunarkerfi á Íslandi í allri framleiðslu á matvælum á Íslandi. Núna er mjólkin undanþegin samkeppnislögum og í raun, öllum markaðslögmálum og núna er komið að allri kjötframleiðslu á Íslandi. Undanþága vegna mjólkurframleiðslu frá samkeppnislögum hefur verið hörmung á Íslandi og þá sérstaklega fyrir kúabændur sem framleiða mjólkina. Þar sem þeir verða að sætta sig við það verð sem Kaupfélag Skagfirðinga, sem á Mjólkursamsöluna (kallast MS í dag) ákveður að borga þeim. Framsóknarlegur innviðaráðherra laug á Alþingi í þessum umræðum um að þetta væri raunin á hinum Norðurlöndunum, eins og er vitað í hérna á Rúv. Enda veit hann að afleiðingarnar fyrir hann verða engar, enda er hann ekkert eini lygarinn á Alþingi Íslendinga. „Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að með þessum breytingum væri verið að færa löggjöfina nær því sem tíðkaðist í öðrum norrænum ríkjum. Mjólkuriðnaðurinn hefði fengið álíka undanþágu árið 2004.“Kjötafurðastöðvar fá undanþágu frá samkeppnislögum – Rúv 21. mars 2024. Á Norðurlöndunum eru sterk samkeppnislög sem varða kjötvinnslur, mjólkurvinnslu og sölu á landbúnaðarvörum. Svona einokun eins og er á Íslandi er einfaldlega ekki samþykkt á Norðurlöndunum eða innan Evrópusambandsins og ætti ekki að vera samþykkt af almenningi eða nokkrum stjórnmálaflokki á Íslandi, enda er þetta spilling, þetta er ekkert annað og veður ekkert annað en gjörspilling. Þeir einu sem græða á þessu eru kjötvinnslur og eigendur þeirra sem fá núna að sameinast í eina stjóra kjötvinnslu sem mun stjórna öllum markaðinum og munu komast upp með það að borga ekki neitt fyrir vöruna til bænda og rukka almenning hámarksverð á sama tíma út í búð. Þetta mál hefði aldrei átt að verða að lögum. Það átt heima í pappírtætara á skrifstofu inni á Alþingi. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld komast upp með þessa glæpastarfsemi gagnvart bændum og almenningi er vegna þess að landbúnaður er ekki hluti af EES samningum og ekki hluti af EFTA samningum (sem eru fyrir fyrirtæki). Þetta er engu að síður skaðlegt fyrir íslenskan landbúnað. Þar sem ljóst er að verð mun hækka, gæði munu versna. Þetta mun einnig setja útflutning (þann litla sem er) á íslenskum landbúnaðarvörum í hættu. Enda munu fá fyrirtæki innan Evrópusambandsins hætta á það að versla við einokunarbatterí á Íslandi til þess að selja nokkur þúsund lambalæri frá Íslandi. Framleiðsla á öðru kjöti dugar varla fyrir innlendan markað, því er svo til enginn útflutningur á því en það sama gildir. Bændasamtök Íslands eru einnig sek í þessu máli, enda er þetta komið að mestu leiti frá þeim og þau styðja þessa breytingu. Það er kaldhæðni að þau eru núna í markaðsátakinu „enginn bóndi, enginn matur“ á sama tíma og þau sjá til þess að bændum verður útrýmt á Íslandi með öllu með þessari lagabreytingu. Sjá tilkynningu frá þeim hérna, „Yfirlýsing – frumvarp um framleiðendafélög“ (bondi.is 21. mars 2024). Þessi lög, eins og ég nefni hérna að ofan eru ekki að neinu leiti að sinna hagsmunum þeirra sem framleiða vöruna og þeirra sem neyta vörunnar. Þessi lög eru eingöngu sett til þess að þjónusta milliliði á Íslandi, sem eru þessar kjötafurðarstöðvar (sem eru einnig sláturhúsin innan þessa ramma). Ferill málsins á Alþingi bendir einnig sterklega til þess að hagsmunir hagsmunaaðila hafi verið hafðir að leiðarljósi en ekki hagsmunir almennings. Þar sem neikvæðar umsagnir um þessa lagabreytingu voru hafðar að engu þegar þessi lög voru samin og þær umsagnir sem komu inn í samráðsgátt stjórnvalda voru hafðar að engu. Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð, það kemur lítið á óvart, þar sem spilling hefur aldrei vönduð vinnubrögð. Ef Íslendingum finnst verð á lambakjöti hátt núna. Þá munu þeir þurfa að sætta sig við tugþúsunda hækkun á lambakjöti (og öðru kjöti) á næstu mánuðum eftir því sem áhrif þessara ólaga munu koma fram. Ég er ekki viss um að Íslendingar muni hafa efni á því að kaupa kjöt þegar áhrifin verða að fullu kominn fram eftir nokkur ár. Kjötvara verður dýr lúxusvara á Íslandi þegar áhrifin af þessum ólögum verða að fullu kominn fram. Þetta mun einnig búa til stórfelldan svartan markað með kjötvörur á Íslandi sem mun verða hættulegt heilsu fólks. Það er hratt verið að færa Ísland aftur til ársins 1960 til 1990 með þessum lagabreytingum og þær eru og verða aldrei til góða. Það er vonandi að Forseti Íslands neiti að skrifa undir þessi ólög og vísi þeim í þjóðaratkvæði, þar sem íslenska þjóðin getur þá hafnað þeim í eitt skipti fyrir öll. Þar sem þetta er eina hlutverk Forseta Íslands og það er komin þörf á því að það sé notað, þar sem íslenskum stjórnmálamönnum er augljóslega ekki treystandi til að gera það sem er rétt. Höfundur er rithöfundur og baráttumaður fyrir opnum, réttlátum samkeppnismarkaði í framleiðslu, þjónustu og sölu á vörum til almennings.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun