Íslensku stelpurnar mætast í sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2024 11:00 Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eiga saman sautján bestu köst Íslandssögunnar. Samsett/@gudrunkaritas og @elisabet0 Íslensku frjálsíþróttakonurnar Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir eru að byrja tímabilið vel og það verður skemmtilegt einvígi þeirra á milli á Skírdag. Guðrún Karítas margbætti Íslandsmetið í lóðkasti í vetur og byrjaði utanhússtímabilið á því að bæta sig í sleggjukasti með því að kasta 67,01 metra á fyrsta móti. Hún var þarna að bæta sinn persónulega árangur um tvo metra. Guðrún hafði kastað lengst áður 65,42 metra. Þetta þýðir að Ísland á tvær efstu stelpurnar á afrekalista bandarísku háskólanna á tímabilinu. Í fyrsta sætinu er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem byrjaði sitt utanhússtímabil á því að kasta 69,11 metra. Þar bætti Elísabet Íslandsmet sitt um meira en tvo metra með mögnuðu kasti. Gamla Íslandsmet Elísabetar frá því í júní fyrra var upp á 66,98 metra. Guðrún Karítas kastaði því yfir gamla Íslandsmetinu á sínu fyrsta móti. Elísabet Rut og Guðrún Karítas eiga nú saman sautján lengstu sleggjuköst Íslandssögunnar. Elísabet Rut á sjö af tíu bestu köstunum en Guðrún á nú það næstbesta og þrjú af lengstu tíu. Svo skemmtilega vill til að íslensku stelpurnar mætast á Texas Relays móti í Austin í Texas á fimmtudaginn. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og nemi við Virginia Commonwealth háskólann. Elísabet Rut er líka 21 árs gömul og nemi við Texas State háskólann. Skólarnir keppa báðir á þessu móti. Það verður fróðlegt hvort að einvígi þessa öflugu íslensku kastara kalli jafnvel fram enn betri árangur en þær hafa náð til þessa. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Guðrún Karítas margbætti Íslandsmetið í lóðkasti í vetur og byrjaði utanhússtímabilið á því að bæta sig í sleggjukasti með því að kasta 67,01 metra á fyrsta móti. Hún var þarna að bæta sinn persónulega árangur um tvo metra. Guðrún hafði kastað lengst áður 65,42 metra. Þetta þýðir að Ísland á tvær efstu stelpurnar á afrekalista bandarísku háskólanna á tímabilinu. Í fyrsta sætinu er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem byrjaði sitt utanhússtímabil á því að kasta 69,11 metra. Þar bætti Elísabet Íslandsmet sitt um meira en tvo metra með mögnuðu kasti. Gamla Íslandsmet Elísabetar frá því í júní fyrra var upp á 66,98 metra. Guðrún Karítas kastaði því yfir gamla Íslandsmetinu á sínu fyrsta móti. Elísabet Rut og Guðrún Karítas eiga nú saman sautján lengstu sleggjuköst Íslandssögunnar. Elísabet Rut á sjö af tíu bestu köstunum en Guðrún á nú það næstbesta og þrjú af lengstu tíu. Svo skemmtilega vill til að íslensku stelpurnar mætast á Texas Relays móti í Austin í Texas á fimmtudaginn. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og nemi við Virginia Commonwealth háskólann. Elísabet Rut er líka 21 árs gömul og nemi við Texas State háskólann. Skólarnir keppa báðir á þessu móti. Það verður fróðlegt hvort að einvígi þessa öflugu íslensku kastara kalli jafnvel fram enn betri árangur en þær hafa náð til þessa.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira