Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2024 10:45 Karlmaðurinn yfirgefur bílinn og gengur í átt að bíl Garðars Inga. Þarna er klukkan 18:43 á sunnudegi. Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Garðar Ingi Ingvarsson var á leið í bíó með fjölskyldu sinni um kvöldmatarleytið í gær þegar hann fékk skilaboð. Öryggismyndavélakerfið við hús hans í Grindavík hafði numið hreyfingu. Í ljós kom að um var að ræða bíl sem var ekið endurtekið fram hjá húsi hans. Að lokum steig maður út úr aftursætinu, skokkaði að bíl Garðars í innkeyrslunni, opnaði og leit inn. „Þetta er akkurat ástæðan fyrir því að við erum með öryggismyndavélar. Það er alveg hörmulegt hvernig stjórnvöld standa að þessu,“ segir Garðar Ingvi í samtali við Vísi. Garðar segir að fleiri íbúar hafi orðið varir við sama bíl í öðrum götum bæjarins og hafi áhyggjur af eigum sínum. Klárlega ekki Grindvíkingur „Það er erlendur maður skráður fyrir bílnum. Bíllinn er til sölu á Facebook. Þetta eru ekki íbúar í Grindavík en þeir komast inn þrátt fyrir það,“ segir Garðar Ingi. Málið hafi verið tilkynnt samstundis til Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur upptökur úr myndavélinni í sínum fórum. „Því miður er ég ekki vongóður að nokkuð verði úr þessu.“ Garðar Ingi brunaði til Grindavíkur að lokinni bíóferðinni til að huga að heimili sínu og eignum. Þar segist hann hafa verið fimmtán sekúndur að komast í gegnum mannaðan lokunarpóst inn í bæinn. Geti sagt hvaða heimilisfang sem er „Það eina sem maður er spurður að er kennitala og hvort maður búi í Grindavík. Ég get bara búið til kennitölu. Með fullri virðingu fyrir fólkinu sem á lokunarpóstinum þá þekkir það ekki Grindavík. Fólk getur sagt hvaða heimilisfang sem er, þau vita ekki einu sinni hvort það sé í Grindavík.“ Maðurinn sem fór inn í bíl Garðars virðist ekki hafa tekið neitt. Garðari Inga dettur helst í hug að hann hafi ætlað að athuga hvort lyklar væru í svissinum eða þá kynna sér aðstæður með það fyrir augum að koma síðar. Viðkomandi sat í aftursæti bílsins sem bendir til þess að lágmarki hafi tveir verið í bílnum en líklega fleiri. „Ég er með verkfæri í bílnum sem eru einhvers virði. Kannski hefur viðkomandi ætlað að koma seinna, þú kemur þeim ekki svo auðveldlega í bíl fullan af fólki.“ QR kóði eða passi af einhverjum toga Hann hvetur Grindvíkinga með öryggismyndavélar til að fylgjast vel með þeim. Þá vill hann aukinn þrýsting á yfirvöld að íbúar í Grindavík fái einhvers konar aðgangspassa til að tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í því sem næst tóman bæinn. „Þetta gæti verið QR kóði. Það er árið 2024. Þetta er ekki flókið. Eða a.m.k. passar eins og fatlað fólk fær fyrir bílastæði sín. Það verður að gera eitthvað til að tryggja að hver sem er komist ekki í bæinn.“ Næg séu áföll fyrir Grindvíkinga og þetta hjálpi ekki til.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira