Þórdís Björk deildi myndum á Instagram úr veislunni þar sem mátti sjá þegar vinkonur hennar og fjölskylda komu henni á óvart með bleik-skreyttu steypiboði.



Í viðtalsliðnum Föðurland á dögunum sagði Júlí að nokkur gleðitár hafi fallið þegar hann frétti af komu væntanlegs erfingja. Fyrir á parið sitt hvort sinn soninn frá fyrri samböndum.
„Það var mikil hamingju tilfinning sem fór um líkamann en í bland við spennu og stress yfir því hvort allt myndi ganga upp. Ég viðurkenni að það féllu gleðitár enda hlakka ég mikið til að eignast barn með konunni minni og stækka fjölskylduna,“ sagði Júlí.
Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Þau Þórdís og Júlí voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd.
Júlí bað um hönd Þórdísar í Samkomuhúsinu á Akueyri í maí 2022. Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka og bað hans um áramótin sama ár.