Innlent

Hélt að pallurinn væri niðri og „þrumar á brúna og slítur hana niður“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Miklir skruðningar heyrðust þegar sláin fór niður.
Miklir skruðningar heyrðust þegar sláin fór niður. Vísir/Einar

Umferðaróhapp varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun.

Svo virðist sem stór slá fyrir umferðarskilti hafi fallið á vörubíl eftir að honum var ekið á slána. Þetta raskaði umferð talsvert, en samkvæmt sjónarvotti á vettvangi heyrðust miklir skruðningar þegar sláin féll.

Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að svo virðist sem vörubíllinn hafi tekið slánna niður. 

Ekki er vitað um nein meiðsli á fólki að svo stöddu. Lögreglan er á leiðinni á vettvang að kanna málið betur.

Uppfært: 10:32

„Hann hélt að hann hefði tekið niður pallinn,“ segir Hörður um tildrög óhappsins. „Hann tók ekki eftir því að hann væri enn uppi og þrumar á brúna og slítur hana niður.“

Hörður segir viðbargðsaðilar séu nú að taka slána af veginum, enn sé smá vinna í að greiðfært verði um götuna á ný þar sem fleiri bútar séu á götunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd frá vettvangi.Vísir/Einar
Mynd frá vettvangi.Vísir/Einar
Mynd frá vettvangi.Vísir/Einar
Mynd frá vettvangi.Vísir/Einar
Mynd frá vettvangi.Vísir/Einar
Mynd frá vettvangiAðsend
Mynd frá vettvangi.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×