Kæra blaðamann fyrir hatursorðræðu Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2024 14:00 Myndin umrædda af Rudiger sem hann birti í tilefni Ramadan. Instagram/@toniruediger Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, er æfur yfir ummælum blaðamannsins Julians Reichelt sem orðaði Rudiger við hryðjuverkasamtökin ISIS. Bæði Rüdiger og þýska knattspyrnusambandið hafa kært Reichelt. Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger) Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger)
Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira