„Öll félög á Íslandi vilja KR í efstu deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 08:01 Jakob Örn hefur verið brosandi síðan á mánudag. Vísir/Sigurjón KR tryggði sér í gær sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en gengið hefur á ýmsu í Vesturbænum síðustu misseri. Skýr sýn var hjá félaginu fyrir leiktíðina og hún skilaði sér. Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR Subway-deild karla KR Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR
Subway-deild karla KR Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira