Stjórnmálin koma okkur öllum við Arnar Freyr Sigurðsson skrifar 26. mars 2024 16:00 Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Núna síðastliðinn fimmtudag voru ný lög samþykkt á Alþingi sem gerir kjötframleiðendum undanþegna samkeppnislögum. Það er enþá hægt að koma í veg fyrir þessi lög, ef nægar undirskriftir safnast og verða þær að koma tveimur vikum frá því að lögin voru samþykkt á Alþingi skv. 26.gr stjórnarskrárinnar. En hún hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eini forsetinn í sögu lýðveldsins sem hefur virkjað þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, en hann gerði það í þrígang í sinni forsetatíð. Það var Fjölmiðlafrumvarpið árið 2004, og svo Icesave í tvígang árin 2010 og 2011. Rómverska skáldið Juvenalis, vildi meina að rómversk alþýða sóttist helst eftir brauði og leikum. Þar sem það þótti mikið eftirsóttara að spá í hvað ætti sér stað í hringleikahúsinu fremur en hvað ætti sér stað í stjórnsýslunni. Núna tvö þúsund árum síðar hefur hringleikahúsið breyst í knattspyrnuvöll, og ég vil meina að almenningur hafi mun meiri áhuga á þessum landsleik Íslands og Úkraínu en þessum lögum. Ég hef verið með annan fótinn í Suður-Kóreu síðustu ár, og mér hefur þótt merkilegt hvað almenningur tekur mikinn þátt í stjórnmálum þar í landi. Enda er ekki langt síðan að grunaðir kommúnistar þar voru teknir af lífi án dóms og laga, og komst lýðræði ekki á fyrr en seint á níunda áratugnum. Allt fólkið sem ég hef kynnst þar hefur gríðarlegar miklar skoðanir á stjórnmálum þar og hefur tekið þátt í öll kosningum sem það hefur getað tekið þátt í. Ef lýðræðið á að virka, þá verður almenningur að taka virkan þátt, en ekki einungis mæta í kjörklefann á fjögurra ára fresti. Fyrir Orkupakka 3 árið 2019 voru um sjö þúsund undirskriftir afhendar og þótti forseta það ekki vera nógu hátt hlutfall kosningabærra manna. Tökum þátt og sýnum að lýðræðið á Íslandi gangi upp, því að stjórnmálin koma okkur öllum við. Höfundur er sagnfræðinemi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun