Í samtali við fréttastofu segir Ómar, sem tekur fram að ránsfengurinn hafi ekki verið sérlega verðmætur og giskar á að andvirði hans sé um 50 þúsund krónur. „En hvað veit maður um hvað þeir ætluðu svo að gera.“
Ómar segist hafa áhyggjur af aðgengismálum í Grindavík og kveðst ekki vera einn um það. Grindvíkingar séu hálf uggandi yfir ástandinu.
„Þetta brennur aðeins á okkur,“ segir hann. „Hver sem er getur komið þarna inn, gefið upp einhverja kennitölu, sagt að hann vinni í Grindavík eða að hann sé íbúi. Þá bara kemst hann inn í bæinn.“
Ómar segir að bæjarbúar fari að gera þá kröfu að lausn verði fundin á þessum aðgengismálum. Hann minnist á QR-kóða sem þurfti um tíma til að komast í bæinn, en eru ekki lengur í notkun.
„Aðrir sem væru þá ekki með kóða kæmust þá bara ekki inn, nema þeir myndu gera almennilega grein fyrir því hvað þeir ætluðu að gera, og framvísa persónuskilríkjum.“
Ekki er um fyrsta þjófnaðarmálið í Grindavík sem til umfjöllunar í dag. Í morgun ræddi fréttastofa við Jón Pálmar Ragnarsson, einn eiganda Bláhæðar byggingarfyrirtækis, sem uppgötvaði þjófnað í gærkvöld.
Í því máli var járnmottum stolið af byggingalóð á einhvern tímann á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Talið er að andvirði mottnanna hafi verið 1,2 milljónir króna.