Innherji

Eyr­­ir fær­­ir nið­­ur tvö sprot­­a­­söfn um nærr­­i fimm millj­­arð­­a á tveim­­ur árum

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest og Kristinn Pálmason, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management.
Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest og Kristinn Pálmason, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. Samsett

Hlutur Eyris Invest í tveimur fjárfestingafélögum í nýsköpun var færður niður um jafnvirði 2,1 milljarð króna, eða 49 prósent á árinu 2023 í bókum fjárfestingafélagsins. Þetta er annað árið í röð sem virði þeirra er fært mikið niður vegna erfiðra markaðsaðstæðna en á komandi aðalfundi er ráðgert að fyrrverandi framkvæmdastjóri Klíníkurinnar verði nýr stjórnarformaður félagsins sem stýr­ir sprota- og vaxt­ar­sjóðum Eyr­is


Tengdar fréttir

Tækifæri CRI þrefaldast á skömmum tíma

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur selt hinu þýska P1 Fuels búnað til framleiðslu á rafeldsneyti sem notað verður meðal annars fyrir akstursíþróttir. Forstjóri CRI segir að þau tækifæri sem fyrirtækið hafi til skoðunar hafi þrefaldast á skömmum tíma.

CRI að fá inn nýja fjárfesta sem metur félagið á yfir tuttugu milljarða

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, er nú á lokametrunum með að klára liðlega fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá alþjóðlegum fjárfestum í því skyni að hraða vexti félagsins. Áætlað er að CRI verði metið á yfir tuttugu milljarða króna í því hlutafjárútboði sem er leitt áfram af hollenska bankanum ING.

Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala

Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×