Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni og Húsið á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 20:30 Margar mjög skemmtilegar myndir eru á sýningunni frá tímum hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýning með broti af því besta frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni hefur verið opnuð í Húsinu á Eyrarbakka en svæðið var starfrækt í 45 ár, eða þar til því var lokað af öryggisástæðum. Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira