Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 12:00 Caitlin Clark er frábær leikmaður og stórkostleg skytta. AP/Matthew Putney Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum