„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2024 11:42 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar. Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent