Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 116. mínútu eftir undirbúning frá Caitlin Foord. Þegar flautað var til leiksloka sló í brýnu milli stjóra liðanna, þeirra Jonas Eidevall stjóra Arsenal og Emmu Hayes, stjóra Chelsea.
Emma Hayes pushing Jonas Eidevall at the end pic.twitter.com/yUjE99WsXw
— Fanzine WSL (@FanzineWSL) March 31, 2024
Hayes sagði eftir leikinn að hún hafi verið ósátt við það hvernig Eidevall hagaði sér í leiknum. Mögulega var hún þó bara tapsár en lið Chelsea hafði augastað á því að vinna fjórfalt fyrir leikinn í dag.
„Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“
Emma Hayes on the disagreement with Jonas Eidevall at the end of the Conti Cup final... pic.twitter.com/7EsRGhxWQ4
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2024
Eidevall gaf lítið fyrir uppákomuna eftir leik en sagði að leikmenn Chelsea hefðu gengið á bak orða sinna þegar það hentaði þeim.
„Þetta var ekkert. Við ræddum saman fyrir leik um hvort það ætti að leika með einn bolta eða marga. Chelsea vildi spila með einn en við vildum spila með marga. Svo þegar það hentaði þeim undir lokin þá sóttu þær annan bolta til að taka hratt innkast.“