Hayes hafði engan áhuga á að taka í höndina á Eidevall og ýtti honum frá sér Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 19:00 Jonas Eidevall, stjóri Arsenal og Emma Hayes, stjóri Chelsea, virtust ekki enda leikinn á léttu nótunum í dag vísir/Getty Arsenal landaði enska deildarbikarmeistaratitli kvenna í dag en úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu en sænska landsliðskonan Stina Blackstenius var hetja Arsenal. Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 116. mínútu eftir undirbúning frá Caitlin Foord. Þegar flautað var til leiksloka sló í brýnu milli stjóra liðanna, þeirra Jonas Eidevall stjóra Arsenal og Emmu Hayes, stjóra Chelsea. Emma Hayes pushing Jonas Eidevall at the end pic.twitter.com/yUjE99WsXw— Fanzine WSL (@FanzineWSL) March 31, 2024 Hayes sagði eftir leikinn að hún hafi verið ósátt við það hvernig Eidevall hagaði sér í leiknum. Mögulega var hún þó bara tapsár en lið Chelsea hafði augastað á því að vinna fjórfalt fyrir leikinn í dag. „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Emma Hayes on the disagreement with Jonas Eidevall at the end of the Conti Cup final... pic.twitter.com/7EsRGhxWQ4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2024 Eidevall gaf lítið fyrir uppákomuna eftir leik en sagði að leikmenn Chelsea hefðu gengið á bak orða sinna þegar það hentaði þeim. „Þetta var ekkert. Við ræddum saman fyrir leik um hvort það ætti að leika með einn bolta eða marga. Chelsea vildi spila með einn en við vildum spila með marga. Svo þegar það hentaði þeim undir lokin þá sóttu þær annan bolta til að taka hratt innkast.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 116. mínútu eftir undirbúning frá Caitlin Foord. Þegar flautað var til leiksloka sló í brýnu milli stjóra liðanna, þeirra Jonas Eidevall stjóra Arsenal og Emmu Hayes, stjóra Chelsea. Emma Hayes pushing Jonas Eidevall at the end pic.twitter.com/yUjE99WsXw— Fanzine WSL (@FanzineWSL) March 31, 2024 Hayes sagði eftir leikinn að hún hafi verið ósátt við það hvernig Eidevall hagaði sér í leiknum. Mögulega var hún þó bara tapsár en lið Chelsea hafði augastað á því að vinna fjórfalt fyrir leikinn í dag. „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Emma Hayes on the disagreement with Jonas Eidevall at the end of the Conti Cup final... pic.twitter.com/7EsRGhxWQ4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2024 Eidevall gaf lítið fyrir uppákomuna eftir leik en sagði að leikmenn Chelsea hefðu gengið á bak orða sinna þegar það hentaði þeim. „Þetta var ekkert. Við ræddum saman fyrir leik um hvort það ætti að leika með einn bolta eða marga. Chelsea vildi spila með einn en við vildum spila með marga. Svo þegar það hentaði þeim undir lokin þá sóttu þær annan bolta til að taka hratt innkast.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira