Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 14:10 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
„Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55