Síerra Leóne og Ísland Eldur Smári Kristinsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Sierra Leóne er eitt af of mörgum Afríkuríkjum þar sem kynfæri stúlkna og kvenna eru limlest. Þessi iðja á sér djúpar menningasögulegar rætur og hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð, þrátt fyrir að engin trúarbrögð fari beinlínis fram á að þessi iðja sé stunduð. Þessi iðja er því miður að eiga sér stað hjá mörgum ættbálkum í Afríku algjörlega óháð því hvort þeir iðka kristna trú, íslam eða eitthvað annað. Uppruni þessara limlestinga er óljós og fræðimönnum ekki vel kunnugur, en þetta hefur verið stundað svo vitað sé síðustu tvö þúsund ár svo vitað sé. Það er virðingarvert af þingmanninum að taka þessar limlestingar fyrir og Diljá á hrós skilið fyrir það. Ég hinsvegar vona að baráttuvilji hennar í þessum málaflokki sé ekki einungis bundinn við Síerra Leóne eða Afríkuríkin. Á Vesturlöndum hefur færst í aukana að limlestingar og lemstrarnir á kynfærum bæði barna og fullorðinna eigi sér stað, í ásýnd allra og jafnvel á kostnað skattgreiðenda. Í Bandaríkjunum heyrum við af tvöföldu brjóstnámi stúlkna eiga sér af hugmyndafræðilegum ástæðum allt niður í 12 ára aldur. Bæði stúlkur og drengir hafa fengið eðlilegan kynþroska sinn stöðvaðan af hugmyndafræðilegum ástæðum og ekki læknisfræðilegum. Þessi iðja hefur verið stunduð á Vesturlöndum í tæpa tvo áratugi á börnum. Ísland er nú eitt fárra landa, sem telja sig til siðmenntaðra ríkja, sem gefa börnum kynþroskahamlandi lyf án læknisfræðilegra ástæðna. Það eru engin heilsufarsvandamál til grundvallar því að hamla eðlilegum kynþroska neins. Þessar meðferðir eru þar að auki ekki áhættulausar. Kynþroskahamlandi lyf stöðva bæði líkamlegan og andlegan þroska einstaklingsins þar sem eðlilegur þroski framheilans er stöðvaður. Samhliða lyfjagjöfinni eru einstaklingarnir tjóðraðir í þann hugmyndafræðilega hliðarveruleika að fólk geti breytt kyni sínu og fæðst í röngum líkama. Engin vísindi eða læknisfræði liggja á bak við þær hugmyndir að fólk fæðist í röngum líkama eða að kynin skipti tugum, hundruðum og jafnvel þúsundum. Þetta er allt saman byggt á hugmyndafræði sem eru orðin að hálfgerðum ný-trúarbrögðum (e. neo-religion) sem iðkendur eru alls ekki í stakk búnir til þess að verja fyrir gagnrýni – í hið minnsta ekki opinberlega. Ég vona að Diljá vilji uppræta limlestingar á íslenskum börnum og viðkvæmum hóps fullorðinna. „En Ísland vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum!“ hrópa kannski einhverjir núna við lesturinn. Já, í ágúst svaraði embætti landlæknis fyrirspurn okkar í Samtökunum 22 þannig að Landsspítalinn setji sér verklagsreglur byggðar á nýjustu leiðbeiningum Alþjóða Translækningasamtakanna – WPATH. Í byrjun mánaðar, í fjarveru helstu íslenskra fjölmiðla, flettum við ofan af WPATH og afhjúpuðum þau sem samtök aðgerðasinna þar sem það var afhjúpað að verklagið og meðferðirnar eru aðeins á hugmyndafræðilegum grunni og ekki læknisfræðilegum. Um þetta hefur víða verið fjallað erlendis og mörg ríki hafa brugðist við, en ekki Ísland. Í kjölfarið höfðum við samband við landlæknisembættið á ný og kynntum þeim stöðu mála. Í svari þeirra er því nú hafnað að embættið hafi verið í samskiptum við WPATH og sver af sér slíkt. Við fögnum auðvitað þessu. Hinsvegar vísar landlæknir nú í lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem myndar hinn lagalega grundvöll fyrir starfsemi transteymisins á BUGL. Ég spyr því: Hvernig getur staðið á því að lög sem eru skrifuð af aðgerðasinnum á vegum Samtakanna 78 séu grundvöllur fyrir starfsemi í heilbrigðisþjónustu sem skrifar upp á áhættusamar kynþroskabælandi meðferðir og krosshormóna? Af hverju ætti það eitthvað að ganga fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra þau í Síerra Leóne? Íslensk stjórnvöld setja vísifingurna í eyrun og loka augunum þegar við spyrjum þau um það sama. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Sierra Leóne er eitt af of mörgum Afríkuríkjum þar sem kynfæri stúlkna og kvenna eru limlest. Þessi iðja á sér djúpar menningasögulegar rætur og hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð, þrátt fyrir að engin trúarbrögð fari beinlínis fram á að þessi iðja sé stunduð. Þessi iðja er því miður að eiga sér stað hjá mörgum ættbálkum í Afríku algjörlega óháð því hvort þeir iðka kristna trú, íslam eða eitthvað annað. Uppruni þessara limlestinga er óljós og fræðimönnum ekki vel kunnugur, en þetta hefur verið stundað svo vitað sé síðustu tvö þúsund ár svo vitað sé. Það er virðingarvert af þingmanninum að taka þessar limlestingar fyrir og Diljá á hrós skilið fyrir það. Ég hinsvegar vona að baráttuvilji hennar í þessum málaflokki sé ekki einungis bundinn við Síerra Leóne eða Afríkuríkin. Á Vesturlöndum hefur færst í aukana að limlestingar og lemstrarnir á kynfærum bæði barna og fullorðinna eigi sér stað, í ásýnd allra og jafnvel á kostnað skattgreiðenda. Í Bandaríkjunum heyrum við af tvöföldu brjóstnámi stúlkna eiga sér af hugmyndafræðilegum ástæðum allt niður í 12 ára aldur. Bæði stúlkur og drengir hafa fengið eðlilegan kynþroska sinn stöðvaðan af hugmyndafræðilegum ástæðum og ekki læknisfræðilegum. Þessi iðja hefur verið stunduð á Vesturlöndum í tæpa tvo áratugi á börnum. Ísland er nú eitt fárra landa, sem telja sig til siðmenntaðra ríkja, sem gefa börnum kynþroskahamlandi lyf án læknisfræðilegra ástæðna. Það eru engin heilsufarsvandamál til grundvallar því að hamla eðlilegum kynþroska neins. Þessar meðferðir eru þar að auki ekki áhættulausar. Kynþroskahamlandi lyf stöðva bæði líkamlegan og andlegan þroska einstaklingsins þar sem eðlilegur þroski framheilans er stöðvaður. Samhliða lyfjagjöfinni eru einstaklingarnir tjóðraðir í þann hugmyndafræðilega hliðarveruleika að fólk geti breytt kyni sínu og fæðst í röngum líkama. Engin vísindi eða læknisfræði liggja á bak við þær hugmyndir að fólk fæðist í röngum líkama eða að kynin skipti tugum, hundruðum og jafnvel þúsundum. Þetta er allt saman byggt á hugmyndafræði sem eru orðin að hálfgerðum ný-trúarbrögðum (e. neo-religion) sem iðkendur eru alls ekki í stakk búnir til þess að verja fyrir gagnrýni – í hið minnsta ekki opinberlega. Ég vona að Diljá vilji uppræta limlestingar á íslenskum börnum og viðkvæmum hóps fullorðinna. „En Ísland vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum!“ hrópa kannski einhverjir núna við lesturinn. Já, í ágúst svaraði embætti landlæknis fyrirspurn okkar í Samtökunum 22 þannig að Landsspítalinn setji sér verklagsreglur byggðar á nýjustu leiðbeiningum Alþjóða Translækningasamtakanna – WPATH. Í byrjun mánaðar, í fjarveru helstu íslenskra fjölmiðla, flettum við ofan af WPATH og afhjúpuðum þau sem samtök aðgerðasinna þar sem það var afhjúpað að verklagið og meðferðirnar eru aðeins á hugmyndafræðilegum grunni og ekki læknisfræðilegum. Um þetta hefur víða verið fjallað erlendis og mörg ríki hafa brugðist við, en ekki Ísland. Í kjölfarið höfðum við samband við landlæknisembættið á ný og kynntum þeim stöðu mála. Í svari þeirra er því nú hafnað að embættið hafi verið í samskiptum við WPATH og sver af sér slíkt. Við fögnum auðvitað þessu. Hinsvegar vísar landlæknir nú í lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem myndar hinn lagalega grundvöll fyrir starfsemi transteymisins á BUGL. Ég spyr því: Hvernig getur staðið á því að lög sem eru skrifuð af aðgerðasinnum á vegum Samtakanna 78 séu grundvöllur fyrir starfsemi í heilbrigðisþjónustu sem skrifar upp á áhættusamar kynþroskabælandi meðferðir og krosshormóna? Af hverju ætti það eitthvað að ganga fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra þau í Síerra Leóne? Íslensk stjórnvöld setja vísifingurna í eyrun og loka augunum þegar við spyrjum þau um það sama. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun