Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2024 16:53 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bágt með að sjá fyrir sér ríkisstjórnina í núverandi mynd fari það svo að forsætisráðherra bjóði sig fram. Vísir/Egill Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12
Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47