Segist hafa skaðað líkama sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2024 23:01 Varane í baráttunni í vetur. Robbie Jay Barratt/Getty Images) Raphaël Varane, miðvörður Manchester United, segist hafa skaðað líkama sinn með því að spila stuttu eftir að hafa fengið heilahristing. Þá segist hann ekki leyfa börnum sínum að skalla boltann þegar þau eru að leika sér í fótbolta. Hinn þrítugi Varane spilar í dag með Man United en gerði garðinn frægan með Real Madríd. Þar varð hann bæði spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ofan á það varð hann heimsmeistari með Frakklandi áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki. Varane hefur glímt við mikil meiðsli á ferli sínum og hefur nú opinberað hversu illa það fór með hann að spila stuttu eftir að fá heilahristing. "I do know I've damaged my body" Manchester United defender Raphael Varane has warned against the dangers of heading after speaking about suffering concussion in his career. pic.twitter.com/PBW9t1P1Nq— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 2, 2024 Hann spilaði í 1-0 tapi Frakklands gegn Þýskalandi á HM 2014 aðeins nokkrum dögum eftir að hann fékk heilahristing. Sömu sögu er að segja þegar Real Madríd tapaði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu árið 2020. „Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki skaða strax þá vitum við hvaða langtíma áhrif það hefur. Regluleg högg á höfuðið geta haft slæmt áhrif.“ „Persónulega veit ég ekki hvort ég verði 100 ára gamall en ég veit að ég hef skaðað líkama minn. Kenna ætti ungu fólki skaðsemi þess að skalla boltann.“ Raphaël Varane: "My seven-year-old son plays football, and I advise him not to header the ball." "Even if it does not cause immediate trauma, we know that in the long term, repeated shocks are likely to have harmful effects." "I don't know if I will live to be 100, but pic.twitter.com/jiEPSF5JbP— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Rannsóknir staðfesta að Varane hefur rétt fyrir sér og þá hefur verið rætt hvort það sé best að banna börnum að skalla boltann upp að vissum aldri. Að endingu sagði Varane að læknateymi félaga þurfi að stíga inn í ef leikmenn hafi fengið heilahristing því íþróttafólk vill alltaf keppa. Miðvörðurinn sagði einnig að hann hefði misst af nokkrum leikjum Man United á leiktíðinni vegna einkenna eftir heilahristing. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Hinn þrítugi Varane spilar í dag með Man United en gerði garðinn frægan með Real Madríd. Þar varð hann bæði spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ofan á það varð hann heimsmeistari með Frakklandi áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki. Varane hefur glímt við mikil meiðsli á ferli sínum og hefur nú opinberað hversu illa það fór með hann að spila stuttu eftir að fá heilahristing. "I do know I've damaged my body" Manchester United defender Raphael Varane has warned against the dangers of heading after speaking about suffering concussion in his career. pic.twitter.com/PBW9t1P1Nq— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 2, 2024 Hann spilaði í 1-0 tapi Frakklands gegn Þýskalandi á HM 2014 aðeins nokkrum dögum eftir að hann fékk heilahristing. Sömu sögu er að segja þegar Real Madríd tapaði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu árið 2020. „Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki skaða strax þá vitum við hvaða langtíma áhrif það hefur. Regluleg högg á höfuðið geta haft slæmt áhrif.“ „Persónulega veit ég ekki hvort ég verði 100 ára gamall en ég veit að ég hef skaðað líkama minn. Kenna ætti ungu fólki skaðsemi þess að skalla boltann.“ Raphaël Varane: "My seven-year-old son plays football, and I advise him not to header the ball." "Even if it does not cause immediate trauma, we know that in the long term, repeated shocks are likely to have harmful effects." "I don't know if I will live to be 100, but pic.twitter.com/jiEPSF5JbP— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Rannsóknir staðfesta að Varane hefur rétt fyrir sér og þá hefur verið rætt hvort það sé best að banna börnum að skalla boltann upp að vissum aldri. Að endingu sagði Varane að læknateymi félaga þurfi að stíga inn í ef leikmenn hafi fengið heilahristing því íþróttafólk vill alltaf keppa. Miðvörðurinn sagði einnig að hann hefði misst af nokkrum leikjum Man United á leiktíðinni vegna einkenna eftir heilahristing.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira