Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2024 10:44 Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi á síðasta ári og sneri sér alfarið að lögmannsstörfum. Vísir/Vilhelm Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53
„Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10