Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 12:23 Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnarsamstarfið standa traustum fótum hingað til sem hér eftir. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. „Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
„Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira