Heimsborgarinn með landsbyggðarhjartað í biskupsstól Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 4. apríl 2024 14:00 Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar