Alþjóða heilbrigðisdagurinn og endurhæfing krabbameinsgreindra Erna Magnúsdóttir og Guðrún Friðriksdóttir skrifa 7. apríl 2024 08:00 Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar