Notast var við svokallaða Shahed-dróna sem Rússar hafa keypt í miklu magni frá Íran. Tólf eru særðir og þar af þrír alvarlega, miðað við það sem haft er eftir ríkisstjóra Karkív-héraðs í frétt Reuters.
Karkív er ekki í nema um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og hefur ítrekað orðið fyrir umfangsmiklum árásum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússar gerðu stórt áhlaup á borgina í upphafi innrásarinnar en varnir Úkraínumanna héldu og voru Rússar reknir á brott frá borginni.
Þrír slökkviliðsmenn eru sagðir meðal þeirra sem féllu í árásunum. Eftir að þeir og aðrir voru mættir á vettvang árásanna var fleiri drónum flogið að borginni.
Á ensku eru árásir sem þessar kallaðar „Double-Tap“ árásir og eru þær iðulega gerðar af hryðjuverkamönnum víðsvegar um heiminn og er þeim ætlað að valda miklu mannfalli meðal viðbragðsaðila sem bregðast við fyrstu árásinni. Rússar hafa einnig ítrekað verið sakaðir um að gera sambærilegar árásir í Sýrlandi í gegnum árin.
Undanfarnar vikur hafa nokkrum sinnum borist fregnir af svona árásum á viðbragðsaðila í Úkraínu.
Almannavarnir Úkraínu birtu í morgun myndband sem sýnir son eins slökkviliðsmanns sem dó gráta. Hann er einnig slökkviliðsmaður.
# . .
— DSNS.GOV.UA (@SESU_UA) April 4, 2024
, 52- . pic.twitter.com/jFrMhXJYos
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lýst árásinni sem viðbjóðslegri og ítrekað áköll sín eftir fleiri loftvarnarkerfum og flugskeyti í þau loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa þegar fengið.
Eins og áður segir beindust árásirnar meðal annars að orkuveri í Karkív en um 350 þúsund manns voru án rafmagns eftir árásirnar.
Could you imagine a blackout in Milan? Or, for example, in Munich?
— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 4, 2024
Russia has practically destroyed all critical energy infrastructure in #Kharkiv, leaving people without light and warmth.#ArmUkraineNow, as #PatriotsSaveLives that 's trying to take with energy terror. pic.twitter.com/DEMA76I4tk
Rússar hafa notað sífellt fleiri Shahed dróna gegn orkuinnviðum Úkrainu og hafa þeir einnig uppfært drónana.
Blaðamaður Economist í Úkraínu segir drónana fljúga hraðar og að þeir hafi verið málaðir svo erfiðara sé að skjóta þá niður.
Shocking footage from drone attack on Kharkiv overnight. At least 4 dead. Russia has updated its Iranian munitions so that they now fly faster (up to 300km/h), higher, and with new wing coating that makes shooting them down much more difficult. pic.twitter.com/M4EadCyZnz
— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 4, 2024